Úrval - 01.05.1976, Qupperneq 87

Úrval - 01.05.1976, Qupperneq 87
ÞJÖÐSAGAN DANIEL BOONE um enn þann dag i dag, og hvöttu varfærnari granna sína til að flytjast enn lengra inn í landið. ÖNNUR PARADÍS. 1768 knúði gamall félagi Daniels dyra hjá honum: John Findley, sem kveikt hafði drauma hans um Kent- ucky. Daniel sendi eftir Squire bróður sínum og John Stewart, mági þeirra, og kvöld eftir kvöld fóðraði Findley þá á minningum sínum um Kentucky og óþrjótandi veiðidýrin þar. Svo kom að því, að Findley bar fram uppástunguna: Hann var nærri orðinn fimmtugur. Tækifæri hans til að sjá Kentucky á ný væru senn talin. Vildu þeir koma með honum? Ekki stóð á svörunum. Já, þeir vildu fara — hvort þeir vildu! Og Daniel lét viskíkútinn ganga, til að halda upp á þessa ákvörðun. í hans augum var John Findley persónugerf- ingurforlaganna. Daniel skuldaði nú nokkur hundruð dollara, og einmitt þessa dagana hafði hann fengið stefnu um að mæta fyrir marsréttin- um í Salisbury. Squire Boone átti að verða eftir þar til búið væri að skera kornið. Og þar sem Boone og félagar myndu verða önnum kafnir að veiða, réðu þeir til sín þrjá nágrannabændur til að halda búðir fyrir þá og birkja veiðdýrin, sem veiðimennirnir kæmu með. Þeir söfnuðu saman búnaði, bjuggu um skotfæri og púður og brýndu indí- ánaaxirnar. Og fagran morgun á miðju vori 1769 stigu ævintýramenn- 85 irnir sex á bak hrossum sínum og héldu á brott. Til að byrja með ferðuðust þeir um land, sem bæði Boone og Stewart þekktu vel. En þegar þeir fóru frá frumþyggjunum í Martinsstöð, síð- asta útverði hvíta mannsins, var ókannað land fram undan. Þarna voru brattar hlíðar, hvassar fjalls- eggjar og ólgandi fljót í hyldjúpum gljúfrum fyrir neðan, skógurninn svo þykkur að dauðu trén gátu ekki fallið heldur hölluðust að þeim næstu. Þeir héldu áfram í gegnum þykkn- ið, þar til þeir komu í langan dal með þverhníptum fjallsvegg hægra megin. Allt í einu var gil gegnum þverhníp- ið, leið gegnum hvítan klettavegg- inn, aðeins um 160 metrar mishæð, svo þægileg yfirferðar, að mennirnir þurftu ekki einu sinni að fara af þaki. Þeir höfðu fundið Ouasioto, Cumb- erlandhliðið, eins og Findley hafði sagt fyrir um. Eina leiðin, sem þeir gátu farið, var Stríðsmannaslóðin, leynistígur, sem Cherokee-indíánanar höfðu troðið í leit sinni að óvinunum, Shawnee indíánunum. Þegar ævin- týramennirnir höfðu fundið þessa slóð, héldu þeir áfram, þótt þeim væri óþægilega ljóst, að þeir gátu riðið beint inn í fyrirsát á hverri stundu. Þeir slógu búðum sínum 7. júní við bugðu á Kentucky ánni, þar sem enn er kallað Víkurbúðastöð — Station Camp Creek. Það var aðeins örskot frá Stríðsmannaslóð og því
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.