Úrval - 01.05.1976, Síða 88

Úrval - 01.05.1976, Síða 88
86 URVAL enginn öndvegis staður. En það var farið að rigna, og mennirnir þörfn- uðust skjóls og hvíldar. Sumarið og haustið leið við veiðar, og dag frá degi óx staflinn þeirra af dádýraskinnum. En það var fleira til að bæta kryddi á tilveruna. Dag nokkurn voru þeir Daniel og John Stewart staddir á opnu engi, þegar hrikaleg hjörð vísunda kom æðandi, fylking meira en hálfur annar kíló- meter í þvermál. Stewart snerist á hæli og ætlaði að hlaupa, en Boone greip í hann og kippti honum niður. Það var engin vegur að hlaupa vísundana af sér; þeir áttu eitt skot, og Daniel ætlaði að nota það. Stewart fannst rósemi hans ganga brjálæði næst, þegar Daniel gekk úr skuggu um að vopnið væri eins og það átti að vera, bar það að öxl sér og beið — beið —beið — þar til hann lét skotið ríða á forustuvísundinn, sem þá var ekki nema um sex til sjö metra frá þeim. Dýrið fleygðist til jarðar, beint fyrir framan þá. Þeir skriðu í ofboði upp að tröllvaxinni skepnunni og vísundahjörðin geystist beggja megin við kjötfjallið. Þetta var nokkuð til að spjalla um við kvöldbálið. En 22. desember, þegar þeir mágar voru á leið heim til búðanna, voru þeir allt í einu umkringdir af ríðandi Shawnee indí- ánum með brugðna riffla. Á svip- stundu hafði allt, sem þeir höfðu safnað saman undanfarna mánuði, fallið indíánum í hendur. Foringi Shawnee indíánanna, sem kallaði sig kaftein Will, hafði enga löngun til að gera föngum sínum miska. Eftir einn sólarhring eða svo lét hann Daniel og John lausa, lét þá meira að segja hafa lítinn riffil og nægilegt púður og skot til að duga þeim á leiðinni heim. En heim áttu þeir að fara, því kafteinn Will sagði, alvarlegur í bragði að veiðidýrin þeirra væru búpeningur indíánanna. Boone fór ekki heim. Fjórum sólarhringum síðar skriðu þeir Stew- art inn í búðir indíánanna, meðan þeir sváfu, náðu fimm hestum og þeystu burt. Þeim var veitt eftirför og náðust, en viku seinna tókst þeim að flýja og náðu loks hinum, sem flúið höfðu á undan þeim og farið suður á bóginn. Þeir höfðu rekist á Squire Boone, sem kominn var til móts við þá við annan mann, Alexander Neely, með hesta og vistir. Aðeins Boone bræðurnir, Stewart og Neely ákváðu að vera þarna um veturinn. Seint 1 janúar hvarf Stew- art, fórnarlamb indíánanna, og Neely leist ekki á blikuna heldur hélt af stað tii North Carolina. Bræðurnir tveir voru einir eftir. Um vorið höfðu þeir komið upp dágóðum afla af skinnum. En þar sem mjög hafði gengið á forða þeirra og skotfærin voru orðin af skornum skammti, ákváðu þeir að Squire skyldi fara til byggða og koma aftur með nýjar birgðir innan fárra mán- aða Nú var Daniel einn eftir í óbyggðum. Hann tók að kanna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.