Úrval - 01.05.1976, Síða 101

Úrval - 01.05.1976, Síða 101
ÞJÖÐSAGAN DANIEL BOONE hætta sínu eigin lífi til að bjarga þeim.” Dómurinn féll á einn veg. Daniel var saklaus fundinn. Til þess að leggja áherslu á, hve lítilsverðar dómurunum þóttu sakargiftirnar, og með tilliti til „djarflegrar framgöngu Boones til að bjarga virkinu frá gjöreyðingu,” útnefndu dómendur hann majór í Virginíuher. (1780 var hann gerður af hershöfðingja). Vafalaust hefur Boone líkað þessi uppreisn æru vel, en herrétturinn og fráhvarf gamalla vina skemmdi örugglega fyrir honum þá daga, sem hann átti eftir í Kentucky. Næsta ár var hann kjörinn fjárhaldsmaður Boonesborough, en það var Callaway líka, svo Boone neitaði að taka kjöri. Á aðeins rösku ári hafði litla nýlend- an sem hann hafði stofnað, breyst svo hún var orðin óþolandi. Hinir raun- verulegu vinir hans voru farnir eða dánir, villibráð var engin að gagni innan þrjátíu og fimm kílómetra, og stundum virtist fleira fólk í virkinu en í Salisbury á laugardagskvöldi. Áður en langt um leið lagði hann föggur sínar á hesta og fór með fjölskyldu sína fimm mílur norð- vestureftir að bökkum lítillar ár, þar sem hann átti tilkall til lands. Þar byggði hann bjálkakofa með skíð- garði og kallað Boones stöð. 1781 var byltingin unnin í austur- ríkjunum. En í innríkjunum var orrustan harðari en nokkru sinni fyrr. Bretarnir höfðu tapað nýlendum sínum, en þeir gátu enn varið 99 vestursvæðin, og til þess hvöttu þeir indíána til sífellt harðvttugri árása. Ein versta árásin var 1782, þ'egar Wyandot indíánarnir réðust á 182 manna lið hvítra við Blákletta í Kentucky. Það var síðasta orrusta amerísku byltingarinnar og 75 Kentuckybúar féllu. Sá mannskaði náði inn á nærri því hvert heimili á vestursvæðunum. Einn hinna föllnu var næst elsti sonur Daniels Boone, Israel. Boone flutti líkið heim til Boone stöðvar, og lögðu þau Rebekka 23 ára gamlan son sinn til hinstu hvíldar. Á næstu fjórum árum fór Daniel í um 150 rannsóknarferðir, sumar fyrir nýkomna innflytjendur, aðrar fyrir auðuga Virginlubúa, sem vom fúsir til að fjárfesta í góðu landi, ef einhver annar vildi takast á hendur það erfiða verkefni að finna það og merkja. Oft vann hann upp á hlut og fékk greitt með löndum. Smám saman var hann að koma sér upp auðævum í landi, og árið 1786 hafði hann eignast um 40 þúsund hektara lands. Um skeið leit út fyrir, að honum hefði tekist það, sem hann ætlaði sér. En það traust, sem hann hafði lagt á það, sem hann kallaði einfalt rétt- læti kom honum í koll. Eins og flestir aðrir frumherjar var hann oft hirðulaus um það, sem laut að pappírsplöggum, og stundum braut hann á annan hátt f bága við lögin. Þetta gerði ósvífnum landspröngur- um kleift að festa sér land, sem hann átti þegar tilkall til. Orrustan með
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.