Úrval - 01.05.1976, Page 109
HJÖNABANDSLEIKURINN
107
náð yfirhöndinni og ráðið hegðun og
viðbrögðum hvors makans um sig.
,,Vertu ekkert að hafa fyrir því að
búa til íburðarmikla rétti handa
honum,” hlmmar rödd mömmu
aftur úr fortíðinni. ,,Það eina, sem
hann þarf, er eitthvað til þess að sópa
tómatsósunni upp af disknum.” Og
stundum hljómar rödd pabba líka
afturúr fortíðinni: ,,Segðu henni það
bara í eitt skipti fyrir öll_ekki oftar
buxur og brjóstahöld hangandi yfir
baðkerinu. ’ ’
Augsýnilega lausnin á þessu
vandamáii er að minnast setningar-
innar í hjónabandssáttmálanum, þar
sem talað er um að ,,...yfirgefa allt
og snúa baki við öllum”, þar á meðal
móður og föður og öllum merkjum
um forgangstengsl af því tagi.
JAFNRÉTTI.
Jafnrétti í hjónabandi er falleg
kenning, en það er erfitt að hrinda
henni í framkvæmd í raunveruleik-
anum. Og helsta vandamálið á því
sviði, erhin „eðlislæga” varnarstaða,
sem karlmenn taka sér oft. Allt of
margir menn reyna að lifa eftir
óframkvæmanlegri hugsjón um mátt
karlmannsins, um karlmennskuna
holdi klædda, fremur en að taka
fegins hendi við þeim rökrétta félags-
skap, sem þróast getur innan hjóna-
bandsins. Jafnframt verða þeir
drottnunargjarnir, yfirgangssamir,
yfirlætisfullir og haldnir ofmetnaði,
sem er eins konar uppbót fyrir
ýmislegt í fari þeirra, sem þeir álíta
vera persónulega vankanta og ófull-
komleika. Alls konar goðsagnir hafa
smám saman þróast með hjálp
stöðugra skrýtlna og gamanmynda
um konur, svo sem beygluð aur-
bretti, viðbrenndan kvöldmat, fárán-
legar hugmyndir um ávísanareikn-
inginn og setur yfir bridge við hinar
stelpurnar. Það eru því miður ekki til
neinar skrýtlur né gamanmyndir um
konurnar, sem gara slíkt ekki, heldur
vinna fullan vinnudag utan heimilis-
ins, búa til prýðilegan mat og gerast
svo lokkandi og töfrandi félagar að
dagsverki loknu.
Lausn þessa vandamáls er einföld:
Karlmenn verða að læra að slaka á og
njóta hinna margvíslegu hæfileika
eiginkvenna sinna.
VITNI ÁKÆRUVALD SINS.
Gleggsta einkennið, sem greinir
varanleg hjónabönd frá þeim, sem
leysast upp, er vilji eiginmanns og
eiginkonu til þess að bera vitni í þágu
hvors annars. Því miður er veröld sú,
sem við lifum í, þannig, að á
hverjum einstaklingi dynja stöðugt
innri og utanaðkomandi ásakanir
um, að hann sé ekki mikils virði sem
manneskja. Eina áhrifaríka ráðið til
þess að snúast gegn þessum ásök-
unum er að finna einhvern, sem er
reiðubúinn að fullvissa mann um, og
reyndar alla aðra, sem á vilja hlusta,
að maður sé hæfur, að honum eða
henni geðjist vel að manni og standi
með manni, hvað sem fyrir kann að
koma. Geti eiginmaðurinn og eigin-