Úrval - 01.05.1976, Side 121
,,FLJÓTAND1 HEIMUR ’' 119
, ,Kvöldsnjór í Kambara. ” Höfundur Hiroshige.
um og grenitrjám. Það kunna að vera
til allt að 100.000 Hiroshige-myndir
enn þann dag í dag, og verðin á þeim
eru mjög mismunandi, eða allt frá
50 dollurum upp í 15.000 dollara
fyrir myndina.
Hinu gullna tímabili Ukiyo-e lauk
síðan, um það leyti er Japan var
opnað fyrir umheiminum um miðja
19. öld. Það var að vísu enn haldið
áfram að gera slíkar myndir (og þær
eru reyndar gerðar enn samkvæmt
hinni fornu aðferð), en þessi listgrein
átti samt ekki eftir að ná sínum fyrri
glæsileika. Frumleikinn hvarf, litirnir
urðu allt of áberandi og glannalegir,
og í stað snilligáfunnar hélt meðal-
mennskan innreið sína
Núna eru tvö helstu söfn þessara
sígildu mynda í Safni fagurra lista í
Boston (en þar er saman komið mesta
samsafnið, eða samtals 63.000 mynd-
ir) og í Þjóðlistasafni Tokíóborgar.
Viðskiptin með slíkar myndir
blómstra, og er mest selt af þeim í
Lundúnum og New York. Á síðustu
árum eru japanir sjálfir orðnir meðal
þeirra, sem hæst bjóða fyrir slíkar
myndir á mörkuðum Vesturlanda, og
er það mikil breyting frá fyrri
dögum. Einn japanskur vinur minn
lýsti þeim og viðhorfi landa hans þá
með þessum orðum: ,,Við vorum allt
of önnum kafnir við að panta
vestræna siðmenningu eftir vörulist-
um Vesturlanda til þess að gefa gaum