Úrval - 01.05.1976, Síða 123
121
Þessi einkennilegi ágalli, sem getur haft afar
slæmar afleiðingar fyrir þann, sem hefur hann,
hindrar milljónir barna, sem hafa að öðru leyti
fulla greind, í að læra að lesa eða skrifa á
eðlilegan hátt. En samt er HÆGT að vinna
sigur á lesblindunni.
LEYNDARDÓMUR
LESBLINDUNNAR
— Warren R. Young —
Vj/M/Vt/ >V \?/
Ví\ /Í'IVK /ís'
*
*
*
*
*****
itt barn af hverjum sjö er
haldið lesblindu í ein-
* hverjum mæli, og hefur
slíkt oft sorgleg áhrif á
skólagöngu þess og allt
líf. Allt að því þrír af hverjum fjórum
afbrotaunglingum kunna að vera
haldnir henni, og ýtarlegar athuganir
og rannsóknir benda til þess, að hún
kunni að vera einn öflugasti þáttur-
inn, sem býr að baki uppreisn þeirra
gegn þjóðfélaginu. Líklega hefur það
verið hún, sem hindraði þá Thomas
Edison, George S. Patton hershöfð-
ingja og Woodrow Wilson forseta í
að ráða við venjulegt skólanám á
unga aldri. Hún olli því, að Hans
Christian Andersen átti alltaf óskap-
lega erfitt með að stafsetja orð allt sitt
líf, jafnvel þótt hann yrði stórkost-
legur höfundur. Líklega hefur hún
valdið því, að skóladrengur einn,
Albert Einstcin að nafni, hlaut
uppnefnið ,,Hr. Heimskur”.
Það sérstaka vandamál, sem allt
þetta fólk hefur við að glíma, er
kallað lesblinda (dyslexia). Enda þótt
ágalli þessi sé óskyldur grundvallar-
— Úr Washington Star —