Goðasteinn - 01.09.1970, Blaðsíða 36

Goðasteinn - 01.09.1970, Blaðsíða 36
heylitlir menn að gera? Jú, hægt var að nota ækið og ná sér í tvo, þrjá mjölpoka, cf þeir fengju þá út, cn á því fannst þeim líka mikill vafi. En var ekki skynsamiegra að lóga kindum af sér en stofna til meiri skulda vegna fóðurbætiskaupa. Það var enn frálag í kind- unum til heimilis. Niðurstaða þessarar ráðstefnu varð, að faðir minn lógaði þremur kindum en Þórarinn fimm. Ein af þessum þremur kindum föður míns var Morsa, þá geld eins og áður segir. Þetta urðu þá afdrif Morsu, hún varð að hníga til þess að reyna að halda lífinu í hinum bústofninum, sem var lítill. Hinar kindurnar voru tvö lömb. Kindurnar fimm, sem Þórarinn lógaði, voru lömb. Á þorraþrælinn gerði norðvestan þýðveður mcð miklum hita. Að kvöldi fyrsta góudags var allur klaki horfinn. Þar með var áhyggjunum létt af þeim heylitlu. Mörgum [esanda mun þykja ráðstöfun bræðranna, föður míns og Þórarins, hálf brosleg, en ég man, að faðir minn sagði, þegar þeir stóðu á ráðstefnunni í bænum á Hala: ,,Ef ég lóga þremur kindum, þá dugar mér fóðrið þeirra, sem þær eyða frá þessu til vors, í tólf til þrettán daga með beit, miðað við hálfa gjöf, handa þessum tæpu fjörutíu ám, sem hér eru.“ Þá var innistöðugjöf pund á kind á dag en hálft pund með beit. Eins og áður er sagt, gerðu þessar mæðgur alltaf góð lömb. Mjólkurgæðin voru þeim í blóð borin. Haustið 1904 kom Morsu- Hnýfla með fallegan lambhrút af fjalli, sem talinn var gott fjár- hrútsefni. Var hann því settur á vetur. Hann var undan hrútn- um, sem ég gat um að framan og Björn föðurbróðir minn átti, vestan yfir Skeiðarársand. Veturgamall kom hrúturinn undan Morsu-Hnýflu úr Reynivallafjalli. Þar gekk hann áfram. Var hann þá talinn mjög álitleg kind, þrátt fyrir það, að hann var látinn ganga með ærhópnum af þessum bæjum, þá lambið, í nær tvær vikur yfir fengitímann. Þá var enn venja á þessurn bæjum að hleypa hrútum til ánna úti og þeir hafðir með þeim svo lengi sem veður leyfði og hagar voru. Ánum var smalað saman einu sinni á dag til þess þær hittu hrút. Á þeim árum viðraði oftast vel fyrri part vetrar, svo ær voru ekki teknar í hús fyrri en miílli 34 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.