Goðasteinn - 01.09.1970, Blaðsíða 38

Goðasteinn - 01.09.1970, Blaðsíða 38
húsunum á Kálfafelli, austanmegin Steinasands, Þórður Jónsson að nafni. Þar sem haglaust var orðið, var farið í Staðarfjall daginn eftir að snjóaði til að sækja féð þangað. Af Breiðabólstaðarbæjum fóru Hans H. Wíum á Gerði, Steinþór Þórðarson á Hala og Lúð- vík Gestsson á Breiðabólstað, allir gangandi. Þeir sem frá Kálfa- felli komu að sækja sitt fé, voru það hyggnir að hafa tvö hross að troða slóð fyrir féð. Dagur var að kvöldi kominn, þegar búið var að hafa féð saman og draga það sundur. Féð frá Kálfa- felli tók vel í brautina eftir hrossin. Þegar við vorum komnir með okkar fjárhóp fáa faðma frá réttinni, vildi engin kind taka á undan. Þarna snerumst við með hópinn og reyndum að sundra honum. Tekur þá annar sauður- inn undan Brekkukollu sprett mikinn og hleypur fram fyrir hóp- inn og hefur úr því forystuna. Þessi sauður var stórhyrndur, fjög- urra vetra gamall og bar sig vel eins og forystukind sómdi. Nú gekk alit vel, hver kindin lestaði sig af annarri, og sauð- urinn tróð á undan. Við gengum í slóðina á eftir og gættum þess að láta ekki hópinn slitna í sundur. Vegna ófærðar sóttist ferðin seint. Þegar við komum að Sléttaleiti (nú eyðibýli), var orðið aldimmt. Kindur áttu þangað í okkar hóp, og vildum við skila þeim. Þá bjuggu á Sléttaleiti Þorsteinn Jónsson og kona hans Þórunn Þórarinsdóttir, náfrænka mín, og þeirra börn. Frá Sléttaleiti vestur á Breiðabólstaðarbæi er hálftíma gangur. Við réttrákum féð í rétt, sem var við túnfótinn á Sléttaleiti. Kom Þor- steinn þangað að sækja sínar kindur. Við vorum bæði svangir og þreyttir, þegar við komum í réttina. Ég settist flötum beinum á réttargólfið ofaní snjóinn og sagði við Þorstein: ,,Nú verðurðu að gefa okkur einhvern bráðlætisbita eða hýsa okkur í nótt, við erum svo hungraðir.“ „Blessaðir komið þið heim. Við skulum vita, hvort konan á ekki eitthvað að slökkva í ykkur sárasta sultinn.“ Við tókum þessu boði með þökkum og héldum heim með Þorsteini. Ekki stóð á góðgerðum hjá Þórunni, matur var borinn á mörg- um diskum og kaffi á eftir. Við hrcsstumst vel við þessar góð- gerðir og hvíldina, þökkuðum innilega fyrir okkur og héldum 36 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.