Goðasteinn - 01.09.1970, Blaðsíða 73

Goðasteinn - 01.09.1970, Blaðsíða 73
hópinn. Við keyptum okkur heita máltíð og höfðum sannarlega þörf fyrir það. Var okkur svo búin gisting uppi á efsta lofti, þar sem við Mýrdælingarnir sváfum í flatsængum og áttum góða nótt, því hiti var nægur frá miðstöðvarhitun. Það snjóaði talsvert um nóttina, svo að um morguninn var ekki fýsandi að leggja af stað gangandi með þungar byrðar. Eigi að síður drifum við okkur af stað í bítið. Var nú ekki minna kapp í mönnum en daginn áður, því nú var bæði við Árnesinga og Rangæinga að keppa. I Svínahrauni og á Sandskeiði var ófærð mikil, þetta í hné og mitt læri, en við þrömmuðum þetta ótrauðir. Náðum við svo að Lögbergi til Guðmundar bónda. Keyptum við okkur kaffi og kökur, Mýrdælingarnir. Hinir voru einhversstaðar á eftir, og við vorum ekkert að hugsa um þá. Á Lögbergi frétt- um við, að bílfært væri úr Reykjavík upp að Baldurshaga. Pönt- uðum við bíla þangað að sækja okkur og héldum síðan ferðinni áfram. Færðin fór batnandi eftir því sem neðar dró. Við náðum að Baldurshaga í dimmu, eins og áætlað var. Voru bílarnir þá ókomnir, svo við settumst inn að hvíla okkur. Skömmu síðar komu bílarnir, er óku okkur til bæjarins hindrunarlaust. Skildu nú leiðir okkar félaga úr Mýrdalnum, og fór hver fyrir sig þangað sem frændur eða kunningjar bjuggu. Ég fór vestur á Framnesveg 61 til Símonar Ólafssonar móðurbróður míns. Var mér tekið þar opnum örmum og boðið að vera svo lengi sem ég vildi, meðan ég væri að koma mér í skiprúm. Ég hvíldi mig vel eftir ferðina og veitti ekki af, því harðsperr- ur hafði ég í fótunum í marga daga. Fór ég nú að skoða mig um í Reykjavík og þótti margt nýstárlegt að sjá, sem eðlilegt var. Eftir nokkra daga hafði ég skoðað mig um að óskum og hugs- að ráð mitt. Ákvað ég að ganga á fund Hjalta Jónssonar (Eld- eyjar-Hjalta) frænda míns og biðja hann um liðveizlu við skip- rúmsráðningu. Fór ég dag nokkurn á fund hans og sagði hon- um erindi mitt. Tók hann mér vel og kvaðst mundi sjá til, hvað hann gæti gert fyrir mig. Togarinn Ólafur var þá í Englandsferð, og var skipstjóri á honum Karl Guðmundsson tengdasonur Hjalta. Ritaði Hjalti honum bréf og brýndi fyrir mér að sitja um að hitta hann um leið og skipið kæmi í höfn. Að þessum ráðum Goðasteinn 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.