Goðasteinn - 01.09.1970, Qupperneq 73
hópinn. Við keyptum okkur heita máltíð og höfðum sannarlega
þörf fyrir það. Var okkur svo búin gisting uppi á efsta lofti, þar
sem við Mýrdælingarnir sváfum í flatsængum og áttum góða nótt,
því hiti var nægur frá miðstöðvarhitun.
Það snjóaði talsvert um nóttina, svo að um morguninn var ekki
fýsandi að leggja af stað gangandi með þungar byrðar. Eigi að
síður drifum við okkur af stað í bítið. Var nú ekki minna kapp
í mönnum en daginn áður, því nú var bæði við Árnesinga og
Rangæinga að keppa. I Svínahrauni og á Sandskeiði var ófærð
mikil, þetta í hné og mitt læri, en við þrömmuðum þetta ótrauðir.
Náðum við svo að Lögbergi til Guðmundar bónda. Keyptum við
okkur kaffi og kökur, Mýrdælingarnir. Hinir voru einhversstaðar
á eftir, og við vorum ekkert að hugsa um þá. Á Lögbergi frétt-
um við, að bílfært væri úr Reykjavík upp að Baldurshaga. Pönt-
uðum við bíla þangað að sækja okkur og héldum síðan ferðinni
áfram. Færðin fór batnandi eftir því sem neðar dró.
Við náðum að Baldurshaga í dimmu, eins og áætlað var. Voru
bílarnir þá ókomnir, svo við settumst inn að hvíla okkur. Skömmu
síðar komu bílarnir, er óku okkur til bæjarins hindrunarlaust.
Skildu nú leiðir okkar félaga úr Mýrdalnum, og fór hver fyrir
sig þangað sem frændur eða kunningjar bjuggu. Ég fór vestur á
Framnesveg 61 til Símonar Ólafssonar móðurbróður míns. Var
mér tekið þar opnum örmum og boðið að vera svo lengi sem ég
vildi, meðan ég væri að koma mér í skiprúm.
Ég hvíldi mig vel eftir ferðina og veitti ekki af, því harðsperr-
ur hafði ég í fótunum í marga daga. Fór ég nú að skoða mig
um í Reykjavík og þótti margt nýstárlegt að sjá, sem eðlilegt var.
Eftir nokkra daga hafði ég skoðað mig um að óskum og hugs-
að ráð mitt. Ákvað ég að ganga á fund Hjalta Jónssonar (Eld-
eyjar-Hjalta) frænda míns og biðja hann um liðveizlu við skip-
rúmsráðningu. Fór ég dag nokkurn á fund hans og sagði hon-
um erindi mitt. Tók hann mér vel og kvaðst mundi sjá til, hvað
hann gæti gert fyrir mig. Togarinn Ólafur var þá í Englandsferð,
og var skipstjóri á honum Karl Guðmundsson tengdasonur Hjalta.
Ritaði Hjalti honum bréf og brýndi fyrir mér að sitja um að
hitta hann um leið og skipið kæmi í höfn. Að þessum ráðum
Goðasteinn
71