Goðasteinn - 01.09.1970, Blaðsíða 26

Goðasteinn - 01.09.1970, Blaðsíða 26
Við gengum enn alllangan veg vestur aurana með ánni, þar til kom til móts við strýtumyndað fjall, er mér fannst allbratt upp- göngu, en upp á topp þess komumst við þó. Þaðan reyndist hið bezta útsýni suðaustur um fjallgarðinn, enda hafa landmælinga- menn einhvern tíma haft þarna viðbúnað, svo sem rörstangir og vírastög, sem nú voru niðurfallin og að eyðast af tímans tönn. Hér var stanzað góða stund og horft í sjónauka til allra átta, en allt kom fyrir ekki, hvergi var kindur að sjá. Við héldum því nið- ur af fjallinu og hugðumst fara aðra leið til baka. Þegar við vor- um komnir hálfa leið niður, var setzt niður og á ný horft í sjón- aukann. Eftir nokkra stund sýndist mér ég sjá í mosagrónum hvammi í allmikilli fjarlægð tvo ljósa depla, er virtust færast úr stað. Kom okkur saman um, að ekki væri annað að sjá en þarna væru kindur. Þetta myndi nú verða alllöng ganga og þá væri allur vandinn að koma rétt að kindunum og ganga ekki það hratt, að við þyrft- um að mæða okkur, fyrr en á þyrfti að halda, og koma að þeim móti vindi. Slíkar fjallafálur eru lyktnæmar og heyra vel uppi á öræfum. Þegar við komum loks á móts við mosahvamminn, sá- um við þar engar kindur. Þær hafa því orðið einhvers varar, og í suðausturátt, í á að gizka 400-500 m fjarlægð, sáum við fjórar kindur standa á skeri og horfa á okkur og hvæsa. Tóku þær brátt til fótanna. Nú var ekki um annað að gera en benda hundinum hið bráðasta á eftir þeim, eða áður en þær hyrfu úr augsýn. Hann kom strax auga á þær, og hvarf nú á bak við leiti. Mannskap- urinn hljóp á eftir og beitti nú allri sinni orku. Valur dró fram úr okkur og handsamaði fyrstu kindina með aðstoð Neða. Hún var bundin í skyndi. Ég beindi hundinum á eftir hinum kind- unum, sem tóku nú á sig krók. Kom hundurinn brátt með þær í átt til okkar, hélt þeim í hóp og kom með þær í fas okkar, þar sem þær voru handsamaðar svo að segja í einni svipan. Þarna reyndust vera tvær mæðgur frá Sverri Sigurðssyni á Ljótarstöð- um, búnar að ganga úti í þrjú ár, báru utan á sér alla þá ullar- árganga og voru framúrskarandi feitar og sléttar á bak, eins og kallað er. Með þeim var dilkur frá Val í Úthlíð. Við rákum kindurnar til að byrja með í sambandi, tvær og 24 Goðastehm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.