Goðasteinn - 01.09.1970, Blaðsíða 65
Þetta var í sannleika mikilfengleg sjón, svo að varla getur önn-
ur verið tilkomumeiri í atvinnulífi eða starfi íslcnzkrar alþýðu. í
björtu veðri var þarna ógleymanlega sjón að sjá. Þessi feikna
mikla fjárbreiða, 30-40 þúsundir, liðaðist eftir sléttum grundum
áleiðis til réttanna. Það hefði verið gaman að eiga mynd af hópn-
um. Líklega er hún engin til og verður þá heldur aldrei til, því
þetta er liðið hjá og verður aldrei framar. Myndin af fjallsafninu
á 100 króna seðlunum er ekki nema lítil táknmynd af fjallsafn-
inu, sem lá á Murneyri. Þar er aðeins önnur leit, og auk þess
skyggir landslagið á féð og flesta rekstrarmennina. Þarna var
samankomin höfuðeign og bjargræði margra sveita, mikið og
vandasamt starf unnið eftir föstum, gömlum lýðræðisreglum.
Allir voru að vonum glaðir í bragði. Fyrst og fremst höfðu
margið tekið úr sér næturhrollinn með bragði út í kaffið, í öðru
lagi hafði þessi hópur sérstaka ástæðu til að vera léttur í bragði:
Fjallmennirnir höfðu lokið veigamiklu verki, bændurnir glöddust
yfir því að heimta nú fjárstofn sinn endurnærðan og vaxinn af
frjómagni afráttarlandanna, og unga fólkið gladdist yfir að eiga
framundan sérstakan skemmtidag. En yfir alla þessa hjörð og
þennan glaða hóp ljóma geislar mcrgunsólarinnar, hlýir og dýr-
legir ofan yfir Heklu gömlu og önnur austurfjöll. Þetta var til-
komumikil stund, í senn svipmikil sjón og sérkennandi fyrir lífs-
hátt fólksins.
Eftir nálægt klukkustund var kcmið upp í Réttir. Þá var safnið
stöðvað skammt frá réttunum á svokölluðum Mosum. Þar áttu
fjallmenn að passa það, einn maður úr tjaldi eða hafa annan fyrir
sig. Þetta var erilsamt og leiðinlegt starf að verða að hírast þarna
á hálfgerðum hlaupum, þegar aðrir voru að skemmta sér. Skömmu
eftir þetta var byggt gerði fyrir safnið heima við réttirnar. Þá
féll niður af sjálfu sér að liggja við safnið á Murneyri. Þá var
rekið beint í gerðið og geymt yfir nóttina í því.
Reykjaréttir
Skammt frá Reykjabænum á Skeiðum til suðvesturs, á upp-
blásnu brunahrauninu standa réttirnar, voru byggðar þar 1881.
Goðasteinn
63