Goðasteinn - 01.09.1970, Síða 65

Goðasteinn - 01.09.1970, Síða 65
Þetta var í sannleika mikilfengleg sjón, svo að varla getur önn- ur verið tilkomumeiri í atvinnulífi eða starfi íslcnzkrar alþýðu. í björtu veðri var þarna ógleymanlega sjón að sjá. Þessi feikna mikla fjárbreiða, 30-40 þúsundir, liðaðist eftir sléttum grundum áleiðis til réttanna. Það hefði verið gaman að eiga mynd af hópn- um. Líklega er hún engin til og verður þá heldur aldrei til, því þetta er liðið hjá og verður aldrei framar. Myndin af fjallsafninu á 100 króna seðlunum er ekki nema lítil táknmynd af fjallsafn- inu, sem lá á Murneyri. Þar er aðeins önnur leit, og auk þess skyggir landslagið á féð og flesta rekstrarmennina. Þarna var samankomin höfuðeign og bjargræði margra sveita, mikið og vandasamt starf unnið eftir föstum, gömlum lýðræðisreglum. Allir voru að vonum glaðir í bragði. Fyrst og fremst höfðu margið tekið úr sér næturhrollinn með bragði út í kaffið, í öðru lagi hafði þessi hópur sérstaka ástæðu til að vera léttur í bragði: Fjallmennirnir höfðu lokið veigamiklu verki, bændurnir glöddust yfir því að heimta nú fjárstofn sinn endurnærðan og vaxinn af frjómagni afráttarlandanna, og unga fólkið gladdist yfir að eiga framundan sérstakan skemmtidag. En yfir alla þessa hjörð og þennan glaða hóp ljóma geislar mcrgunsólarinnar, hlýir og dýr- legir ofan yfir Heklu gömlu og önnur austurfjöll. Þetta var til- komumikil stund, í senn svipmikil sjón og sérkennandi fyrir lífs- hátt fólksins. Eftir nálægt klukkustund var kcmið upp í Réttir. Þá var safnið stöðvað skammt frá réttunum á svokölluðum Mosum. Þar áttu fjallmenn að passa það, einn maður úr tjaldi eða hafa annan fyrir sig. Þetta var erilsamt og leiðinlegt starf að verða að hírast þarna á hálfgerðum hlaupum, þegar aðrir voru að skemmta sér. Skömmu eftir þetta var byggt gerði fyrir safnið heima við réttirnar. Þá féll niður af sjálfu sér að liggja við safnið á Murneyri. Þá var rekið beint í gerðið og geymt yfir nóttina í því. Reykjaréttir Skammt frá Reykjabænum á Skeiðum til suðvesturs, á upp- blásnu brunahrauninu standa réttirnar, voru byggðar þar 1881. Goðasteinn 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.