Goðasteinn - 01.09.1970, Blaðsíða 34

Goðasteinn - 01.09.1970, Blaðsíða 34
Steinþór Þórðarson á Hala: Prjár mæðgur Um síðustu aldamót og fyrstu ár þessarar aldar voru þrjár ær á Hala, sem gengu undir nafninu „mæðgurnar“. Nú hafa líklega verið flciri ær, sem voru mæðgur, í hinum litla ærstofni á Hala, þó ekki gengju þær undir því nafni. Þessar umræddu mæðgur voru einu ærnar á Hala, sem ekki var fært frá. Allar komu þær mcð fallega dilka á haustin. Móðir að mæðgunum var ljós-mó- rauð með breiða, hvíta blesu frá hnakka niður á nasir. Hún var nokkuð háfætt, ullarstutt, rösk í spori, kvik í öllum hreyfingum og bar höfuðið hátt, kollótt. Hún virtist hafa forystueðli; var alltaf fremst í kindahópnum, þegar rekið var á haga. Kom venju- lega síðast að, nema ef vont veður var í nánd, þá var hún fyrst að og lagðist utanvert við hópinn og ruddist fyrst inn í húsið sitt. Þegar Morsa hagaði sér svona, sagði faðir minn: „Nú spáir Morsa ekki góðu.“ Dætur Morsu voru tvær og voru kenndar við móðurina, hétu Morsu-Yrsa og Morsu-Hnýfla. Hnýflu svipaði mjög til móður- innar með vöxt og allt fas. Morsu-Yrsa bar af þeim mæðgum með allan vöxt, fremur lágfætt, ullarmikil, fallega hyrnd og með vakandi svip, eins og hinar mæðgurnar. Hún var undan hrút úr Vestur-Skaftafellssýslu, sem Björn föðurbróðir minn átti. Hann var öðruvísi vaxinn en aðrir Vestur-Skaftfellskir hrútar, sem ég sá síðar. Hann var fremur lágfættur, ullarmikill, mcð gulan haus og bar sig vel, vöxturinn allur samsvarandi. Hann gaf góð af- kvæmi. Undan honum og útaf komu kollóttir og hnýflóttir hrút- 32 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.