Goðasteinn - 01.09.1970, Side 34
Steinþór Þórðarson á Hala:
Prjár mæðgur
Um síðustu aldamót og fyrstu ár þessarar aldar voru þrjár ær á
Hala, sem gengu undir nafninu „mæðgurnar“. Nú hafa líklega
verið flciri ær, sem voru mæðgur, í hinum litla ærstofni á Hala,
þó ekki gengju þær undir því nafni. Þessar umræddu mæðgur
voru einu ærnar á Hala, sem ekki var fært frá. Allar komu þær
mcð fallega dilka á haustin. Móðir að mæðgunum var ljós-mó-
rauð með breiða, hvíta blesu frá hnakka niður á nasir. Hún var
nokkuð háfætt, ullarstutt, rösk í spori, kvik í öllum hreyfingum
og bar höfuðið hátt, kollótt. Hún virtist hafa forystueðli; var
alltaf fremst í kindahópnum, þegar rekið var á haga. Kom venju-
lega síðast að, nema ef vont veður var í nánd, þá var hún fyrst
að og lagðist utanvert við hópinn og ruddist fyrst inn í húsið sitt.
Þegar Morsa hagaði sér svona, sagði faðir minn: „Nú spáir Morsa
ekki góðu.“
Dætur Morsu voru tvær og voru kenndar við móðurina, hétu
Morsu-Yrsa og Morsu-Hnýfla. Hnýflu svipaði mjög til móður-
innar með vöxt og allt fas. Morsu-Yrsa bar af þeim mæðgum
með allan vöxt, fremur lágfætt, ullarmikil, fallega hyrnd og með
vakandi svip, eins og hinar mæðgurnar. Hún var undan hrút úr
Vestur-Skaftafellssýslu, sem Björn föðurbróðir minn átti. Hann
var öðruvísi vaxinn en aðrir Vestur-Skaftfellskir hrútar, sem ég
sá síðar. Hann var fremur lágfættur, ullarmikill, mcð gulan haus
og bar sig vel, vöxturinn allur samsvarandi. Hann gaf góð af-
kvæmi. Undan honum og útaf komu kollóttir og hnýflóttir hrút-
32
Goðasteinn