Goðasteinn - 01.09.1970, Blaðsíða 23

Goðasteinn - 01.09.1970, Blaðsíða 23
mun að líkindum hafa eyðzt í plágunni miklu, 1402. Segja má, að fólkið þar hafi horfið svo að segja sporlaust, og munu finnast hliðstæður þess á landi hér. Líklegt er talið, að öskufall frá Kötlu hafi einnig komið hér við sögu. Áfram er ferðinni haldið. Uxatindar rísa í landnorðri. Fögur sýn af Hánípu! Farið er yfir Syðri-Ófæru, upp Lambaskarðshóla. Hér eru vikurlög óskapleg. Hér vestar eru Axlir. Þar uppi undra góð skilyrði tii flugvallargerðar. Á allt þetta slær grænleitum lit; mosinn er að ná yfirráðum. Og hér nálgumst við eina mestu jarð- sprungu veraldarsögunnar, Eldgjá, sem nær frá Gjátindi vestur í Mýrdalsjökul, nær Kötlu. Or sprungu þessari hefur runnið hraun- leðja alla leið til sjávar, beggja vegna Tunguheiða. Vikurlögin eru víða margra metra þykk. Hér má glöggt sjá lög jarðskorp- unnar, og hér hlýtur að vera mikið verk að vinna fyrir jarðfræð- inga. Frá því ég fyrst man eftir, komu oft útlendir menn til okkar, enskir, þýzkir og fleiri þjóða, og ferðinni var heitið norður í Eld- gjá. Gæti ekki verið, að útlendingar viti meira um Eldgjá en ís- lendingar? Nú er orðinn gífurlegur ferðamannastraumur þangað. Hér eru einnig hinir heimsfrægu Ófærufossar með sinni undra náttúrusmíð, Steinboganum. Væri ekki þörf á, að Náttúruverndar- ráð hefði forgöngu um að friðlýsa þennan stað? Þarna eru þegar orðin nokkur spjöll af mannavöldum, sérstaklega vegna bílaslóða, sem vatn nær að renna eftir, og myndast við það djúpir skorn- ingar, t. d. syðst á Skælingum og víðar. Sú var leiðin seggjum frjáls, sem þeir beiðast höfðu. Hörðubreiðar háan háls hestar skeiða gjörðu. (Páll Jónsson 1862-1926) Hörðubreiðarháls er langbrattur en að öðru leyti greiðfær, og er líkast því, að keyrt sé á malbikuðum vegi, svo er vikurinn sam- anþjappaður og fastur fyrir. Af Hörðubreiðarhálsi er víðsýnt og fagurt að líta yfir landið í góðu skyggni, og nú fer að halla norður Goðasteinn 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.