Goðasteinn - 01.09.1970, Side 38
húsunum á Kálfafelli, austanmegin Steinasands, Þórður Jónsson
að nafni.
Þar sem haglaust var orðið, var farið í Staðarfjall daginn eftir
að snjóaði til að sækja féð þangað. Af Breiðabólstaðarbæjum
fóru Hans H. Wíum á Gerði, Steinþór Þórðarson á Hala og Lúð-
vík Gestsson á Breiðabólstað, allir gangandi. Þeir sem frá Kálfa-
felli komu að sækja sitt fé, voru það hyggnir að hafa tvö hross
að troða slóð fyrir féð. Dagur var að kvöldi kominn, þegar
búið var að hafa féð saman og draga það sundur. Féð frá Kálfa-
felli tók vel í brautina eftir hrossin.
Þegar við vorum komnir með okkar fjárhóp fáa faðma frá
réttinni, vildi engin kind taka á undan. Þarna snerumst við með
hópinn og reyndum að sundra honum. Tekur þá annar sauður-
inn undan Brekkukollu sprett mikinn og hleypur fram fyrir hóp-
inn og hefur úr því forystuna. Þessi sauður var stórhyrndur, fjög-
urra vetra gamall og bar sig vel eins og forystukind sómdi.
Nú gekk alit vel, hver kindin lestaði sig af annarri, og sauð-
urinn tróð á undan. Við gengum í slóðina á eftir og gættum
þess að láta ekki hópinn slitna í sundur. Vegna ófærðar sóttist
ferðin seint. Þegar við komum að Sléttaleiti (nú eyðibýli), var
orðið aldimmt. Kindur áttu þangað í okkar hóp, og vildum við
skila þeim. Þá bjuggu á Sléttaleiti Þorsteinn Jónsson og kona
hans Þórunn Þórarinsdóttir, náfrænka mín, og þeirra börn. Frá
Sléttaleiti vestur á Breiðabólstaðarbæi er hálftíma gangur. Við
réttrákum féð í rétt, sem var við túnfótinn á Sléttaleiti. Kom Þor-
steinn þangað að sækja sínar kindur. Við vorum bæði svangir og
þreyttir, þegar við komum í réttina.
Ég settist flötum beinum á réttargólfið ofaní snjóinn og sagði
við Þorstein: ,,Nú verðurðu að gefa okkur einhvern bráðlætisbita
eða hýsa okkur í nótt, við erum svo hungraðir.“ „Blessaðir komið
þið heim. Við skulum vita, hvort konan á ekki eitthvað að
slökkva í ykkur sárasta sultinn.“ Við tókum þessu boði með
þökkum og héldum heim með Þorsteini.
Ekki stóð á góðgerðum hjá Þórunni, matur var borinn á mörg-
um diskum og kaffi á eftir. Við hrcsstumst vel við þessar góð-
gerðir og hvíldina, þökkuðum innilega fyrir okkur og héldum
36
Goðasteinn