Úrval - 01.02.1978, Síða 13
„GER FYRIR KJÚKLING ’ ’
mig langaði að réttlæta landsmenn
mína (heimskingja) og konur (let-
ingja), eða vegna þess að ég vildi ekki
valda henni vonbrigðum?
Þegar ég lauk þessu varð þögn, í
fyrsta sinn síðan fröken Muey kom.
,,Mein Gott!” hvíslaði hún svo
hástöfum og greip hendur mínar af
heljarafli. ,,Mein Gott, frú Morell,
Þú hefur eyra! Ég trúi þessu ekki, ég
hef loksins fengið nemanda, sem
heyrir thai! Allir margir fjandans
heimskingjar og latar konur, og nú er
ég hamingjusamasti thaikennari í
Bangkok. Veistu hvað þú sagðir, frú
Morell?”
„Eitthvað um kjúklinga?”
,,Til fjandans með kjúklingana. Ég(
var bara að fíflast við þig með þá. Þú
sagðir: ,,Ég skal skrifa thai-málið.”
Það voru ekki liðnar fimmtán
mínútur. Hún hafði náð tangarhaldi
á mér á þremur.
,,f dag segi ég þér tuttugu stafi,”
hélt hún áfram, og sigurhreimurinn í
röddinni leyndi sér ekki. Þú segir þá
eftir mér þangað til þú segir þá rétt,
svo skrifar þú hvern staf hundrað
sinnum í heimavinnu. Ég kem aftur á
morgun með meiri bækur.”
„Hvenær ætlast þú til að ég sé
búin að skrifa tuttugu stafi hundrað
sinnum?”
„Hvers vegna hlustar þú ekki? Ég
sagði: Ég kem aftur á morgun. Á
hverjum degi tuttugu stafí. Á
þremur dögum næstum allt staffófíð
— þú lýkur því fjórða daginn. Svo
tvær vikur til að æfa hina fímm tóna
11
thai og hundrað setningar á dag. Svo
lestu blöðin í tvo mánuði til að fá
orðaforða. Þá talar þú thai. ’ ’ Hún tók
sérandhvíld. ,,Ekki hundrað prósent,
en ég þarf ekki að skammast mín þegar i
ég hlusta á þig.”
Vikurnar liðu. Stund eftir stund,
dagur eftir dag. Ég skrifaði og lagði á
minnið og endurtók hljóð. Fyrst
stafina, svo orðin, síðan hreimbrigðin
sem geta gjörbreytt þýðingu hins
einfaldasta orðs.
Þrír mánuðir liðu. Svo var það eitt
kvöldið, að ég starði á bunka af
heimavinnu með handskrifuðum
orðum og mér féllust hendur. Ég var
ekki búin að skrifa nema 64 af
tilskildum 100 setningum, og hugur
minn var tómur. Ég vildi ekki læra
neitt.
Þegar ég heyrði fröken Muey ganga
heim að húsinu næsta dag, flúði ég
upp á loft með sex mánaða son minn
Tom í fanginu og læsti mig inni á
baði. Ég skipaði vinnukonunni
okkar, Anong, að segja fröken Muey
að ég væri lasin.
En það var ósatt.
Gegnum læstar baðherbergisdyrn-
ar heyrði ég fröken Muey hvessa sig á
Anong og koma síðan skálmandi upp
stigann.
,,Frú Morell,” hrópaði hún. ,,Það
er ekkert að þér! Þú bara ekki hefur
lokið við margar setningarnar! Rétt
eða rangt?”
,,Ég — gerðu það, ekki í dag!”
,,Ég veit þú ert ekki heimsk, ekki
löt. Kannski er ég of erfíð við þig. í