Úrval - 01.02.1978, Síða 15
„GER FYRIR KJÚKLING”
Ellefu ár eru liðin síðan ég sat móti
þessari athyglisverðu konu við borð-
stofuborðið og lærði að tala thai með
kínversk-býskum hreim og lesa
dagblöðin upphátt, með stöðugum
truflunum af hárri, hrjúfri rödd
hennar og skerandi hlátrinum.
,,Frú Morell! Rangt, rangt, rangt.
Hvers vegna segir þú „skjaldbaka,”
þegar þú meinar bara ,,fótur?” Þú
veist betur frá þaö.
Og ég minnist sérstaklega dagsins
undir lok samveru okkar, þegar hún
kom með hinar bækurnar.
,,Frú Morell, þú talar thai alveg
ágætlega nú orðið. Ég hef kennt þér
það af því að ég hafði hugmynd. Ef
ameríkani getur lesið thai-stafrófið og
búið til öll hljóðin reiprennandi,
getur sá ameríkani notaði thai í
nokkuð mjög mikilvægt. Hérna,
skrifaðu þetta.”
Hún hripaði eitthvað á pappírs-
blað og ýtti því til mín.
,,En, fröken Muey, þetta eru
kínversk tákn? Hvaða samhengi er
milli þeirra og thai-námsins míns?”
13
„Fullkomið thaistafróf með sér-
hljóðum og hreimmerkjum getur
myndað hljóð-fræð-i-grundvöll að
því að læra kínversku 100 sinnum
betur frá ensk hljóð-fræð-i móti
kínversku. Kennir þér að tala
kínversku eins og ég veit ekki hvað.
Ooj — frú Morell! Þú ert að gráta?
Ætlarðu að fara og læsa þig inn í
baðherbergi?” Og svo, þegar hún sá
framan í mig: „Ertu reið, frú
Morell?”
„Ég er ekki reið — ég ræð bara
ekki við þetta. Ég get ekki einu sinni
hugsað um að læra kínversku á þessu
stigi.”
„Ah.”Það birtiyfirhenni. „Allt í
lagi. Ég ræð við það. Skrifa þú bara. ’ ’
Nei, fröken Muey. Ég var ekki
reið. Ekki þá, ekki núna. Hvar sem
þú ert, vona ég að þú hafi nema sem
skrökvar ekki að þér, sem hefur evra,
ogsem, Mein Gott, minnist þín rrfeð
jafn miklum hlýhug og ég. ★
\ls \\s Mr
VJV V%' V]Y
ÆTLI RÚSSAR SÉU LANGORÐIR?
Sovéskir vísindamenn hafa fundið upp tæki sem skammtar
ræðumönnum ákveðinn ræðutíma. Tækið er sett í gang um leið or
ræðumaður hefur mál sitt, og hefur hann ljósatöflu þess fyrir faman sig
á ræðupúltinu. Þegar umsaminn ræðutími er að renna út kviknar
aðvörunarmerki á töflunni og fímm sekúndum eftir að umsömdum
tíma lýkur fer hljóðneminn úr sambandi.