Úrval - 01.02.1978, Side 16
14
ÚRVAL
^Viltu auka orðaforöa þim]?
Hér á eftir fara 15 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þína í íslenskri tungu og auktu við orðaforða þinn með því
að finna rétta merkingu. Gættu þess, að stundum getur verið um fleiri en
eina rétta merkingu að ræða.
1. akarn: ögn, fis, ávöxtur eikartrés, sérstök tegund laufblaðs, arða,
hveitiax, brum barrtrjáa.
2. mér er enginn akkur í því: mer er enginn hagur í því, mér er enginn
óhagur í því, það er mér ekki til ama, það veldur mér engum von-
brigðum, ég hef enga von um það, það er mér óviðkomandi, mér er
engin launung á því.
3. vanangur: gelding, limlesting, rýrnun, áhyggjuleysi, kynferðilegt
getuleysi, auðn, kredda.
4. að njörva a-ð niður: að bæla e-ð niður, að þagga e-ð niður, að drepa e-u
á dreif, að binda e-ð rammlega, að þrýsta e-u niður, að sökkva e-u, að
kæfa e-ð.
5. aflóga: örþreyttur, uppsiitinn, ónýtur, dauðvona, fárveikur, aflífaður,
dauður.
6. þerangur: sjúkdómur, þersvæði, samfellt hjarn, svolítið snjóföl,
stormur, örbirgð, öræfi.
7. hlein: tré, sem haft er undir skipskjöl, þegar skip er sett fram eða upp,
kæna, áraþollur, klöpp (í flæðarmáli), handfang á ár. klettabelti,
stórgrýtisurð.
8. þústinn: feitlaginn, kraftalegur, reigingslegur, þólginn, ófrýnn, úfinn,
uppþemdur.
9. glópaldi: ávöxtur, apategund, heimskingi, glópur, fisktegund,
fuglategund, skordýr.
10. að horskast: að hressast, að dafna, að vaxa, að rýrna, að þráast við,
að verða frægur, að sýna hugrekki.
11. að vipra: að skælbrosa, að finna að, að slúðra, að slæpast, að skjálfa,
að kipra, að beygja.
12. ylgur: æsingur, gerjun, hjartartegund, úlfynja, hind, hatur, andúð.
13. makráður: svangur, matgírugur, sem vill láta fara vel um sig, latur,
undirförull, ráðagóður, slunginn.
14. trauðl(eg)a: auðveldlega, algerlega, að nokkm leyti, á vissan hátt, varla,
með erfiðismunum, vandlega.
15. hafgúa: hafmey, hafskip, hvalur, selur, brotsjór, sker, undiralda.