Úrval - 01.02.1978, Blaðsíða 23
FERDINA FELUTIND
21
hæð. Reipin, mestallur annar útbún-
aður og burðarmennirnir vom skildir
eftir langt fyrir neðan. Einungis það
minnsta sem dugði til að draga fram
lífið var í bakpokunum þeirra.
Líkt og línudansarar án nets
ætluðu þeir að klífa upp í hæð sem
fjallgöngumenn kalla dauðalínuna,
sem er svo hátt upp að björgun með
þyrlu er ekki möguleg og loftið er svo
þunnt að mannslíkaminn gemr ekki
endurnýjað sig heldur verður stöðug
eyðsla á orku.
Messner og Habeler finnst að
tæknin hafi eyðilagt spenningin við
fjallgöngurnar. Mánuðum saman
höfðu þeir þjálfað sig í háum fjöllum
og nú treystu þeir á varaforðann og
lítið annað til að koma sér upp á
toppinn og afmr heim.
ÞAÐ MÁ SEGJA að þeir hafi búið sig
undir þetta erfiði allt sitt líf. Báðir
vom fæddir í týrólsku ölpunum,
Messner á Ítalíu og Habeler í Austur-
ríki og höfðu klifið fjöll frá barns-
aldri.
Þeir hitmst í fjallaskýli dag
nokkurn árið 1961 — þá var Messner
17 ára en Habeler 19 — fáum ámm
síðar gerðust þeir félagar. ,,Að klifra
saman er svipað og vera gifmr, ’ ’ segir
Habeler. ,,Þar ríkir samskonar þegj-
andi traust. Munurinn er sá að ef þú
kýst þér klifurfélaga óskynsamlegá, er
ekki víst að þú fái tækifæri til að velja
annan.”
Messner og Habeler kusu vel. Báðir
vom einlægir fjallamenn, og báðum
Peter Habeler stuttu áður en hann
nær upp á tindinn.
fannst það skipta minna máli að
komast upp heldur en hvernig þeir
kæmust þangað. Þeir nomðu það sem
þeir kölluðu „einlæga aðferð.” Þeir
höfðu reipi til öryggis en ekki til að
hífa sig upp á. Þeir vom með brodda
og axir fyrir klakatálmanir, en ekki
annann búnað, jafnvel ekki súrefni.
1974 sigmðust þeir á norðurhlið
Eiger, án nokkurs aukaútbúnaðar, en