Úrval - 01.02.1978, Page 29
27
Veiðimaður minnist þess dags, er hann lét
skotið ríða of fljótt.
VOÐASKOT!
— Jim Poling —
y ABBI, hvað þarf maður
’j' að vera gamall til að geta
farið á veiðar?” spurði
tólf ára gamall sonur
minn og starði langeygur
á röðina af veiðivopnunum, sem
héngu yfir borðinu mínu. Það leyndi
sér ekki að fyrir innri sjónum hans
svifu myndir af mönnum í rauðum
jökkum, þar sem þeir ftkruðu sig
hljóðlega gegnum rökkvaðan skóg-
inn, og í hópnum var ungur piltur
með fyrst riffilinn sinn.
Hann var of ungur til þess að
ímynda sér mig leggja sömu
spurningu fyrir föður minn mörgum
árum áður, og dagdraumar hans nú
komu í veg fyrir að hann tæki eftir
sársaukadráttunum, sem fóru um
andlit mitt. Hvernig gat hann skilið
martröðina, sem færðist yfir mig frá
saklausum draumum hans? Einhvern
tíma reyni ég að segja honum það
sem gerðist á þungbúnum október-
morgni fyrir 17 árum í mishæðóttu
landslaginu rétt utan við það sem nú
heitir Thunder Bay — Þrumuflói — í
Ontaríó.
Þennan morgun var grágrænn
skógurinn þögull, nema hvað létt
regnið klappaði nakin birkitrén og
votar buxnaskálmar okkar mynduðu
lágt hvæs, þegar þær strukust saman r
hverju spor. ,,Við skulum hvíla
— Stytt úr Outdoor Life —