Úrval - 01.02.1978, Síða 30
28
okkur,” sagði ég við Ed Blady, vin
minn, við vorum að klifra upp bratta
brekku og komum inn í lítið rjóður.
Þetta hafði verið erfið ganga um
morguninn, meira að segja fyrir tvo
fráa og ákafa sautján ára stráka, og
við fleygðum okkur niður á hallandi
klöpp til þess að borða nestið okkar.
Við Ed höfðum fyrr farið til veiða í
þessar skógi vöxnu hæðir. Fyrir aðeins
viku hafði ég séð tignarlegan dádýrs-
tarf á þessum slóðum, en hann hafði
stungið sér inn í þykknið áður en mér
tókst að koma á hann skoti.
Allt í einu fannst mér ég verða var
við hreyfingu skammt frá okkur. Við
neðri brún rjóðursins í brekkunni
stóð gríðarmikil fura. Toppurinn á
henni náði upp x mistrið og blautar,
þungar greinarnar drúptu til jarðar.
Þarna hreyfðist qtthvað, nógu mikið
til þess að greinarnar bærðust. Ég varð
allur eitt auga. Önnur hreyfíng.
Síðan enn önnur. Ég gaf Ed merki og
greip Enfield-riffilinn minn.
Við færðum okkur sundur. Fimm
sekúndum og fímm skrefum seinna,
kom grábrúnt dýr í ljós milli
greinanna. Malirnar á liggjandi
dádýri.
,,Þarna er það,” sagði ég, um leið
og koparplatan á riffílskeftinu mínu
kom við öxlina á mér og tók mið á
miðjan blettinn, sem ég sá af dýrinu.
Ég gat ekki skotið þannig að dýrið
félli við fyrsta skot, en ég varð að
koma í veg fyrir að það gæti henst inn
í þykknið. Ég sá ekki hvort þetta var
tarfur eða hind, en hjá okkur höfðu
ÚRVAL
aldrei verið sett þau lög að aðeins
mætti skjóta tarfa.
Ég tók x gigginn og skógurinn
berggmálaði hvellinn. ,,Ég náði
því!” hrópaði ég, og við hlupum að
trénu. Ed varð aðeins á undan.
,,Það er maður!” öskraði hann.
„Þú hefur skotið mann!”
Upp við tréð lá veiðimaður um
sextugt, andlitið fölt og afmyndað
af sársauka. Dimmrauður hringur fór
sístækkandi á þykku, grábrúnu
buxunum hans rétt ofan við hnéð.
Ed var þegar kominn á fíóra fætur
við hlið hans og reif af sér beltið til að
stöðva blóðrásina. Ég leit stífum
skelfíngaraugum á manninn einu
sinni enn tók svo til fótanna eftir
hjálp.
í minningunni gerast viðburðir
næstu klukkutímanna með þreföld-
um hraða. Ég man eftir æðisgengn-
um hlaupunum gegnum skóginn,
eftir svipnum á ökumanninum, sem
ég stöðvaði á þjóðveginum, sírenun-
um í sjúkrabílnum og fölu andliti
slasaða mannsins þegar honum var
rennt milli vængjahurðanna á slysa-
stofunni. Svo minnist ég yfírheyrsl-
unnar á lögreglustöðinni í Ontario.
Það var eins og tröllvaxnir, ískaldir
og ósýnilegir fíngur héldu krepputaki
um lungum í mér þar sem ég sat þar.
Andardráttur minn kom í gusum og
maginn í mér stakkst heljarstökk,
meðan tveir lögreglumenn tóku
skýrslu af mér. ,,Ég snerti riffíl aldrei
framar,” bætti ég við, þegar ég hafði
sagt sögu mínu.