Úrval - 01.02.1978, Page 31
VOÐASKOT!
29
,Jú, drengur minn, þú gerir
það,” sagði annar lögreglumann-
anna. ,,Þetta var slys.”
Það var ekki fyrr en svartur og
hvítur fólksbíll lögreglunnar nam
staðar fyrir utan húsið heima, sem
það fór að rofa til í höfðinu á mér.
Mér varð þá fyrst hugsað til föður
míns, sem var nýkominn heim eftir
fótaaðgerð, og til þess hve illa honum
var við að ég keypti riffilinn. (Sjálfur
hafði hann látið af dýraveiðum af því
hann taldi þær hættulegar.) Ég vissi,
að hann myndi taka þetta nærri sér
og mig langaði mest til að forðast
hann alveg, að hlaupa til móður
minnar, grúfa mig upp við hana og
gráta meira en nokkru sinni fyrr. En
það var eitthvað innra með mér,
sem sagði mér að ég yrði að fara til
hans og bera honum tíðindin eins og
maður.
Hann var einn í setustofunni.
,,Pabbi,” hvíslaði ég og barðist við
að halda röddinni. ,,Ég skaut mann
úti í skógi. Hann er mikið meiddur,
og lögreglan er úti.”
Hann starði á mig eins og hann
tryði mér ekki, og varir hans börðust
við að mynda orð. Reiðisvipur fór
eins og vindsveipur um andlit hans.
Svo þreif hann í mig og dró höfuð
mitt að brjósti sér. ,,Þú ert einka-
sonur minn, og þú ert góður piltur,”
stundi hann. ,,Við skulum bera þetta
saman.” Við grétum báðir lengi. En
hann álasaði mér aldrei. Ég held að
það hafi gefið mér styrk til að komast
fram úr erfiðleikunum, sem á eftir
fóru