Úrval - 01.02.1978, Síða 38

Úrval - 01.02.1978, Síða 38
36 URVAL þrjár flugur í einu höggi við þetta. Við losnum við sorpið okkar fyrir minna en það kostar okkur núna, bætum efnahag miðborgarinnar og Akron leggur sitt af mörkum til orkusparnaðar þjóðarinnar.” Og satt er það, sorpið í Akron kemur í staðinn fyrir 500 tonn af brenni- steinssnauðum kolum á dag — sparar 6,3 milljónir dollara (1.354,5 millj. ísl. kr.) á ári. ★ Hempstead í New York, sem tekur yfir 200 ferkílómetra og hefur yfir 850 þúsund íbúa, er að setja upp endurvinnslu af allt annarri tegnund. Þessi stöð, sem tekin verðurí gagnið í sumar, verður stærsta endurnýtingar- stöð í Bandaríkjunum — 2000 tonn af sorpi verða leidd í þrjár gríðarlegar kvarnir (6 m í þvermál), sem verka svipað og venjulegar eldhúskvarnir. Málmar og gler munu falla á botninn og verða seld sem brotaefni. Það sem eftir stendur verður leitt að vél, sem notar miðflóttaafl til að flokka það enn frekar. Léttasta efnið verður svo fínskilið út að því verður fleytt burtu með vatni. Þegar mesti rakinn hefur svo verið pressaður úr því og sú blanda pressuð, verður það leitt í sérstaka katla og brennt til að framkalla gufu. Gufan á að framleiða 32000 kílówött af raforku, sem seld verða Long Island Lighting Co. William Landman, hreinlætisfull- trúi Hempstead, segir: ,,Við urðum að snúa okkur að endurvinnslu sorps af því að við vorum búin með uppfyllingarstæðin.” Eitt uppfyll- ingarstæðið er þegar orðið svo rækilega „uppfyllt” að þeirsem sigla út á flóann út af suðurströnd Long Island á sunnudögum nota það fyrir kennileiti. í fyrstu ætluðu borgaryfirvöldin í Hempstead sjálf að reisa stöðina, en kusu svo að fá það heldur í hendur einkaaðila — Black Clawson Fibre- claim, Inc., sem er dótturfyrirtæki eins voldugasta fyrirtækis heimsins í gerð pappírsverksmiðja. ,,Við borg- um þeim 15 dollara (3225 krónur) fyrir tonnið, sem við losum hjá þeim, en það kostar okkur nú 18-19 dollara (3.870-4085 kr.) að losna við hvert tonn,” segir Landman. „Síðanfáum við 4 dollara (860 kr.) á tonnið sem hlut í sölu á raforku og efnum til endurvinnslu. Þannig greiðum við raunverulega ekki nema um 11 dollara (2.365 kr.) fyrir að losna við hvert tonn af sorpi.” AF ÞESSU MÁ sjá að allt er í fullum gangi við að gernýta sorpið. Ætti alríkisstjórnin að gera eitthvað til að flýta fyrir málunum? Rocco Petrone, framkvæmdastj óri Rannsóknarstöðva fyrir orkulindir, sem rekin er í Washington, segir: „Það er ekki að vænta neins salómónsdóms frá Washington. Alríkisstjórnin hefur gefíð rækilega til kynna, að hún muni ekki opna budduna til að kosta sorpvinnslustöðvar út um hvippinn og hvappinn.” Þegar öllu er á botninn hvolft, verður besta leiðin til að hvetja til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.