Úrval - 01.02.1978, Síða 38
36
URVAL
þrjár flugur í einu höggi við þetta.
Við losnum við sorpið okkar fyrir
minna en það kostar okkur núna,
bætum efnahag miðborgarinnar og
Akron leggur sitt af mörkum til
orkusparnaðar þjóðarinnar.” Og satt
er það, sorpið í Akron kemur í
staðinn fyrir 500 tonn af brenni-
steinssnauðum kolum á dag — sparar
6,3 milljónir dollara (1.354,5 millj.
ísl. kr.) á ári.
★ Hempstead í New York, sem
tekur yfir 200 ferkílómetra og hefur
yfir 850 þúsund íbúa, er að setja upp
endurvinnslu af allt annarri tegnund.
Þessi stöð, sem tekin verðurí gagnið í
sumar, verður stærsta endurnýtingar-
stöð í Bandaríkjunum — 2000 tonn
af sorpi verða leidd í þrjár gríðarlegar
kvarnir (6 m í þvermál), sem verka
svipað og venjulegar eldhúskvarnir.
Málmar og gler munu falla á botninn
og verða seld sem brotaefni. Það sem
eftir stendur verður leitt að vél, sem
notar miðflóttaafl til að flokka það
enn frekar. Léttasta efnið verður svo
fínskilið út að því verður fleytt burtu
með vatni. Þegar mesti rakinn hefur
svo verið pressaður úr því og sú
blanda pressuð, verður það leitt í
sérstaka katla og brennt til að
framkalla gufu. Gufan á að framleiða
32000 kílówött af raforku, sem seld
verða Long Island Lighting Co.
William Landman, hreinlætisfull-
trúi Hempstead, segir: ,,Við urðum
að snúa okkur að endurvinnslu sorps
af því að við vorum búin með
uppfyllingarstæðin.” Eitt uppfyll-
ingarstæðið er þegar orðið svo
rækilega „uppfyllt” að þeirsem sigla
út á flóann út af suðurströnd Long
Island á sunnudögum nota það
fyrir kennileiti.
í fyrstu ætluðu borgaryfirvöldin í
Hempstead sjálf að reisa stöðina, en
kusu svo að fá það heldur í hendur
einkaaðila — Black Clawson Fibre-
claim, Inc., sem er dótturfyrirtæki
eins voldugasta fyrirtækis heimsins í
gerð pappírsverksmiðja. ,,Við borg-
um þeim 15 dollara (3225 krónur)
fyrir tonnið, sem við losum hjá þeim,
en það kostar okkur nú 18-19 dollara
(3.870-4085 kr.) að losna við hvert
tonn,” segir Landman. „Síðanfáum
við 4 dollara (860 kr.) á tonnið sem
hlut í sölu á raforku og efnum til
endurvinnslu. Þannig greiðum við
raunverulega ekki nema um 11
dollara (2.365 kr.) fyrir að losna við
hvert tonn af sorpi.”
AF ÞESSU MÁ sjá að allt er í fullum
gangi við að gernýta sorpið. Ætti
alríkisstjórnin að gera eitthvað til að
flýta fyrir málunum? Rocco Petrone,
framkvæmdastj óri Rannsóknarstöðva
fyrir orkulindir, sem rekin er í
Washington, segir: „Það er ekki að
vænta neins salómónsdóms frá
Washington. Alríkisstjórnin hefur
gefíð rækilega til kynna, að hún
muni ekki opna budduna til að kosta
sorpvinnslustöðvar út um hvippinn
og hvappinn.”
Þegar öllu er á botninn hvolft,
verður besta leiðin til að hvetja til