Úrval - 01.02.1978, Page 41
39
Hann var bara lítið menntaður bílstjóri, en
hann kenndi hópi af fátækum, blökkum
unglingum að glima við hið ómögulega og
skapa sjálfum sér betri kjör.
—- Broadus N. Butier —
HINN ÓGLEYMANLEGI
CLARENCE
MATHEWS
r&í&iSm
MURINN AF vorhátíð-
inni var að deyja út. Við
drengirnir söfnuðumst
kringum háan, grannan
mann í skólagarðinum.
Hann var kæddurí gömul hermanna-
föt eins og reyndar flest okkar, þó að
sumir væm í nomðum skátabúning-
um, sem opinber stöðutákn höfðu
verið fjarlægð af, vegna þess að við
vomm „litaðir”. Þettavarárið 1929 í
Mobile í Alabama.
Ánægjan sem við höfðum haft út úr
deginum gat þó ekki eytt þeirri
sorglegu staðreynd að fjársöfnun
hátíðarinnar hafði mistekist. , ,Dreng-
ir, ” sagði Clarence Mathews, með
mjúkri traustri röddu., ,Ég held að við
komumstekki til Washington D.C. í
ár. En ég heiti ykkur því að við
komumst næsta ár — og einnig því að
þið skuluð verða skátar.”
Þegar ég lít til baka sé ég hversu
stórhuga Mathews var í draumum
sínum. Hann var bara bílstjóri sem
laukaldrei barnaskóla. Foreldrarokkar