Úrval - 01.02.1978, Síða 44
42
ÚRVAL
lega var í broddi fylkingar þeirra bíla
sem keyrðu okkur að kirku þar sem
búið hafði verið um okkur.
Borgarbúarvirtust ekki geta komist
til botns í því hvernig þessi negrahópur
hefði í miðri kreppunni getað komist
alla leið frá Alabama til Washington.
Okkur var fagnað með opnum örmum
— og eldhúsum. Ferðir voru skipu-
lagðar. Við klifumupp minnismerkiðí
Washington. Við fótstall styttu Abra-
hams Lincolns báðumst við fyrir.
Ég varsá óefnilegasti af blásurunum
okkar, en Mathews varsjálfum sér líkur
og valdi mig til að leika á samkomunni
sem við stóðum fyrir við gröf óþekkta
hermannsins. „Égtreystiáþig,” sagði
hann. í fyrsta og síðasta sinn á ævinni
hitti ég rétt á hverja einustu nótu.
Síðasta dag okkar í Washington
tilkynnti Mathews okkur að við ættum
aðheimsækja forsetann. Ótrúlegt! En
þegar okkur var vísað í gegnum fordyri
Hvíta hússins, vissum við að þetta var
satt. Forsetinn Herbert Hoover og
varaforsetinn Charles Curtis heilsuðu
hverjum og einum og töluðu við
okkur.
Mathews hafði opnað okkur nýjan
heim. FrábyggingunumíTusk’egeeað
útréttri hönd Hoovers forseta, skynj-
uðum við land tækifæranna fyrir þá
sem hafa vilja til að glíma við hið
ómögulega og skapa sjálfum sér
möguleika. Þetta var lexía sem við
gleymdum aldrei.
Fólkið í Mobile hafði fengið fréttir af
ferðalagi okkar og safnaðist saman til
að taka á móti okkur er við komum
aftur. Fljótlega rættust óskir Mathews.
Við fengum leyfi til að stofna skáta-
deild, ekki bara eina heldur þrjár.
Mathews kom því einnig í kring að við
fengjum að nota útivistarsvæði skáta í
Mobile, sem áður hafði verið ætlað
hvítum skátum.
Þessir sigrar voru okkur samt ekki
eins mikils virði og ferðin til Washing-
ton og það hvernig Mathews gat komið
því öllu í kring. Þremur ámm síðar
birtist opinber tilkynningí blöðunum
sem útskýrði hvernig hann hafði farið
að þessu. Banki nokkur var að segja
upp láni sem tekið hafði verið út á
húsið hans — lán, sem hann hafði
tekið til að komast með okkur í ferðina.
Foreldrar okkur reyndu að fá að hjálpa
Mathews en hann neitaði. Ég heyrði
hann segja við föður minn: , ,Þetta er
hluti afþví að kenna drengjunum hvað
það þýðir að vera maður.”
Einhvernveginn tókst honum að
halda húsinu, þó að hann tapaði
fordinum sínum um tíma. Enginn
drengjanna gleymdi nokkurntíma því
marki sem hann hafði sett okkur.
Staðreyndin er sú að hver einasti
drengursemfórí ferðina til Washing-
tonvarðaðmanni, ogáðurenMathews
dó árið 1958 gat hann talið upp nöfn
ýmissa framámanna við verslun,
lögfræði, kennslu og í opinberri
þjónustu, sem höfðu notið leiðsagnar
hans.
Andlit Mobile hefur breyst fráþví að
égbjóþar. Við hlið kirkjunnarþar sem
deildirnar okkar komu saman er nú