Úrval - 01.02.1978, Síða 45
HINN ÖGLEYMANLEGI CLARENCE MATHEWS
43
samkomunhús. Garðurinnþarsemvið
tjölduðum er horfinn og þar standa
verkamannabústaðir.
En ef þú heimsækir leikvellina í
nágrenni verkamannabústaðanna,
geturðu séð mann sem fetar í fótspor
Clarence Mathews. Á kvöldin er hann
úti með drengjunum sínum —
stundum eru þeir allt að 70. Fyrir
þremur árum tók hann 400 dollara af
sparifénu sínu til að kaupa knatt-
spyrnubúninga á þá. Nú eru þeir að
spara fyrir ferð til Florida. ,,Ég sagði
við drengina mína, þið eigið ekki að
fara út á götu og betla fyrir ferðinni.
Þið eigið að vinna fyrir henni, öðruvísi
er hún marklaus.” Sá er þetta mælir
heitirjohn og hann er eftirmynd föður
síns — Clarence Mathews.
★
^
VJV Tpí V|\ VjV VjV
Hjartasérfræðingurinn Michael DeBakey, einn frægasti þeirra 3600
læknaeðasvo sem lærðu skurðlækningar undir handleiðslu hins fræga
Altons Ochsners í New Orleans, hefur sagt eftirfarandi sögu:
Ochsner hafði opnað brjósthol á sjúklingi í sjúkrahúsi í New Orleans
1938, að viðstöddum fjölda skurðlækna. Aðstoðarmaður hans var
DeBakey, sem þá var að læra. DeBakey dró hjartaslagæðina til hliðar
og vonaði að hann færi nákvæmlega eins að og Ochsner hafði sagt
honum. Hvort sem það var vegna taugaóstyrks hans eða vegna þess að
vefir sjúklingsins voru orðnir eitthvað stökkir, sprakk slagæðin,
aðalslagæðin frá hjartanu. DeBakey óttaðist að hann hefði drepið
sjúklinginn en hvíslaði því að Ochsner, sem gerst hafði. DeBakey til
mikillar undrunar svaraði Ochsner hinn rólegasti: „Haltu fingrinum
kyrrum. Hreyfðu hann ekki.” Svo saumaði hann snyrtilega fyrir
slagæðargatið og sagði síðan, jafn rólega og fyrr: ,,Dragðu nú
fingurinn ofurvarlega til þín.”
,, Á þessar stundu hefði Ochsner getað gert út af við sjálfstraust mitt,
sagði DeBakey, ,,og þar með framtíð mína. En það gerði hann ekki.
Hann bölvaði mér ekki, hreytti ekki heldur ónotum í mig. Hann fór
með þetta eins og hvert annað óhapp.”
People.
Kvenfrelsishetjan Gloria Steinem var að halda fyrirlestur á ráðstefnu
í Aspen í Colorado, þegar karlmaður skokkaði yfir sviðið fyrir aftan
hana, allsnakinn nema hvað hann var með trefil bundinn um höfuðið.
En Gloria lét það ekki trufla sig. ,,í augum karlmannanna er frelsið
fólgið í að stríplast,” sagði hún. ,,í augum kvenmannanna er það
fólgið í að þurfa ekki að stríplast.”
People