Úrval - 01.02.1978, Page 61
GANGIALLT VEL HJÁ ÞÉR, PABBI!
59
„Þú Iagðir af stað með Ellen
Mulberry. Hvar er hún?”
,,Hún hitti krakka, sem hún
þekkti, í Fort Lauderdale. Þau voru á
leið til Mexíkó, og hún ákvað að fara
með þeim.”
„Vita foreldrar hennar það?”
„Ég hugsa að hún hafi hringt eftir
slysið.”
„Hvað slys?”
„Það sprakk á kampernum sem
þau voru í og hún meiddist svolítið. ’ ’
„Þá ertu núna að ferðast með
Cynthiu og Tommy.”
„Nei, Tommy varð eftir í New
Orleans, og Cynthia fór í fyrradag.
Hún mátti ekki vera að því að bíða
eftir að bíllinn kæmi úr viðgerð.”
„Hvað er að bílnum þínum?”
„Mótorinn hætti að ganga. Þess-
vegna er ég að hringja. Það kostar
fimm hundruð og fímmtíu dollara að
gera við hann.”
„Það er svakalegt!”
„Þú þarft ekki að borga, ef þú vilt
það ekki. Ég get skilið bílinn eftir
hérna. Ég hitti strák á mótorhjóli og
hann sagði ég mætti sitja á til
Detroit.”
„ÉG SKAL BORGA! Hvar ertu á
meðan bíllinn er í viðgerð?”
„Ég hitti nokkra krakka sem hafa
kristilegt heimili hérna rétt hjá, þau
segja að ég geti fengið að vera ef ég
lofa að þjóna Guði það sem eftir er
ævinnar. Einu vandræðin eru að ég
skuli þurfa að krúnuraka mig.”
„Geturðu ekki verið á móteli?”
„Ég á enga peninga eftir.”
„Hvað varð um þessa þrjú
hundruð dollara sem ég gaf þér?”
„Tvöhundruð fóru í ýmsan kostn-
að, hundrað fóru til að greiða sekt. ’ ’
„Hvaða sekt?”
„Við vorum sektuð um hundrað
dollara fyrir að aka of hratt í
pínulitlum bæ í Arkansas.”
„Ég var búin að segja þér að aka
ekki hratt.”
, ,Ég gerði það ekki, það var Fred. ’ ’
„Hver er Fred?”
„Hann er garðyrkjumaður, hann
segir að kapítalisma sé lokið á
vesturlöndum.
„Ætlarðu að fara til Cape Cod að
heimsækja Rósu frænku eða ekki?”
„Strax og bíllinn er tilbúinn, ætla
ég að fara, pabbi. Ég hitti nokkra
krakka sem ætla að taka mig með í
siglingu. Bless, og gangi allt vel hjá
þér, pabbi!”
Ábyrgð, eins og ég hef kynnst henni.
Fyrir skömmu fór ég til McCarthy, „Af hverju viltu skila honum?”
Swaine og Klutzknowlton, smávöru- spurði maðurinn.
verslunar, til að skila aftur rafmagns- ,,Vegna þess að hann virkar ekki. ’ ’
dósaopnara, sem ég hafði keypt „Fylltirðu út græna ábyrgðarskír-
handa konunni minni. teinið sem fylgdi með?”