Úrval - 01.02.1978, Side 72
70
URVAL
FRUMSTÆÐAR LÆKNINGAR í
FULLKOMNUM SJÚKRAHÚSUM
Innfæddir afríkanar hafa lengi
trúað á lækningamátt papajajurtar-
innar. Nú hefur þessi hitabeltisávöxt-
ur verið prófaður með dágóðum ár-
angri á Dulwich spítalanum í London.
Þegar til dæmis ígerð eftir upp-
skurð lagast ekki við fúkalyf eða aðrar
viðkenndar lækningaaðferðir, stingur
ungur læknir, Christopher Rudge,
upp á að prófa papaja. Hann kynntist
því hjá innfæddum suðurafríkönum,
þegar hann vann á Groote Schuur
spítalanum í Höfðaborg, hvernig þeir
læknuðu bólgur og ígerðir með því
að leggja við þær papaja. Ristar eru
lengjur úr ávextinum og þær lagðar
yfir sárið, og þetta verður oft til
fullrar lækningar.
Rudge segir, að þótt hann sé ekki
prédikari töfralækninga, telji hann
að papaja komi að notum þar sem
venjulegar aðferðir bregðast — ef til
vill vegna þess að í þeim eru efna-
kljúfar, sem hreinsa sárin og flýta
þannig fyrir batanum. Þó er papaja
öllu oftar notað til lækna legusár
langlegusj úklinga.
Endursagt úr Parade.
AlA AV Mr
vjv 7lv 7jv 7jv 7|v 7J7
Ég er á móti milljónamæringum, en það gæti reynst mér freisting ef
mér væri boðið að verða það.
Mark Twain
Ég er eini kvenkyns efnafræðingurinn í stóm efnafræðifyrirtæki, og
ég er oft spurð hvernig starfsfélagarnir taki mér. Ég vissi aldrei hvernig
ég átti að svara þessari spurningu, fyrr en sá sem deilir með mér
skrifstofu kom til vinnu seint um dag eftir að hafa verið viðstaddur
fæðingu fyrsta barnsins síns.
,,Ég er alveg hissa að menn skuli ekki almennt vera viðstaddir
fæðingar barna sinna,” sagði hann, mjög ákaftur. „Þetta var það
dásamlegasta, sem ég hef lifað! Ég skal segja þér það, Judy, að ef þú
giftir þig einhvern ríma og eignast börn, skaltu ekki láta neitt koma í
veg fyrir að þú farir með og verðir við fæðinguna. Þú munt aldrei sjá
eftir því!”
Ég starði á hann steinhlessa. ,,Ef ég gifti mig einhvern tíma og
eignast börn,” sagði ég svo, ,,hef ég eindregið á tilfinningunni að ég
komist ekki hjá að vera viðstödd.”
Hann horfði á mig eins og hann væri að sjá mig í fyrsta sinn. , ,Ö, já,
já, auðvitað,” tautaði hann svo og roðnaði svo að það sló bjarma á
skrifstofúna. Og þaðan í frá hef ég getað svarað spurningunni. Ég þarf
ekki annað en segja þessa sögu.
J.S.