Úrval - 01.02.1978, Page 78
76
ÚRVAL
„spinna upp lygasögu um furðu-
hlut.” Þessi niðurstaða varð ekki
heyrinkunn vegna þess, að McCarthy
hafði gefið þagnarheit þeim aðilum,
sem að prófinu stóðu, en það voru
APRO (Aerial Phenomena Research
Organization — Rannsókastofnunin
um fyrirbrigði á lofti) og stórblaðið
National Enquirer, en þessir aðilar
borguðu rannsóknina. Og báðir aðilar
minntust ekki á það í frásögnum
sínum, að Walton hefði fallið á
lygamæliprófinu.
Lygaprófið, sem Travis Walton
stóðst þrem mánuðum síðar, og
haldið var að kröfu APRO, var undir
stjórn manns, sem féllst á að halda
sig við spurningar sem honum voru
gefnar skriflegar fyrirfram, en það er
einsdæmi í prófum með lygamæli.
,,Að mínum dómi,” sagði Tom
Ezell, þjálfaður rannsóknarmaður hjá
Rannsóknarfyrirtæki í Phoenix, ,,er
ógerlegt að segja til um það eftir
kortunum, hvort Walton segir satt
eða lýgur.”
Þegar Walton gekk undir dáleiðslu
hjá sálfræðingnum Dr. Jean Rosen-
baum, viðurkenndi hann að vera
með „furðuhlutadellu.” Hann hafði
meira að segja, rétt fyrir þennan
atburð, sagt móður sinni að ef
hann yrði einhvern tíma uppnuminn
af furðuhlut, skyldi hún ekki hafa
áhyggjur, „því það verður alit í lagi
með mig.”
Rosenbaum komst að þeirri niður-
stöðu, að Travis Walton hefði ekki
verið með réttu ráði, þegar þetta
gerðist. „Hannsegirsatt, þegarhann
segir að þetta hafi gerst, en það er
hans eigin sannleikur. í venjulegum
hlutlægum skilningi gerðist þetta
ekki.” Annar sálfræðingur, sem
prófaði Walton sjálfstætt, komst að
sömu niðurstöðu.
En þrátt fyrir allt þetta eru enn
margir furðuhlutafræðingar, sem
þykir gagnrök Klass léttvæg. Þessi
þrjú atvik eru ennþá talin „talandi
dæmi” í fræðunum.
Og því heldur súrrealistísk umræða
áfram. Eru þetta framandi geimskip,
eða aðeins ofskynjanir og ímyndun?
Það eina, sem ekki verður horft fram
hjá er það, að þrátt fyrir milljónir
lendinga furðuhluta, sem sagnir eru
um að hafi átt sér stað víðs vegar á
jörðinni, hefur aldrei verið hægt að
framvísa einu einasta áþreifanlegu
sönnunargagni — ró, bolta, áhaldi,
tæki — eða flótta,,manni” — frá
fljúgandi furðuhlut — ekki einu
sinni einni einustu sannfærandi
Ijósmynd. ★
******
Málfutningsmaðurinn: „Þú vilt fá skilnað vegna þess að eigin-
maðurinn er kærulaus með hvenær hann kemur heim?”
Eiginkonan: , ,Það er rétt. Hann hefur ekki sést undanfarin þrjú ár.’’
t