Úrval - 01.02.1978, Side 88
86
ORVAL
heitrofa, linnulausra tilrauna sovét-
manna til þess að gera vestur-
veldunum erfitt um vik í Berlín.
Rætur þessarar sögu mátti rekja fimm
ár aftur í tímann til ráðstefnanna í
Teheran og Jalta, þegar Roosevelt
forseti gekk með þá afdrifaríku grillu
að í viðskiptunum við rússneska
kommúnista ættu Bandaríkin við-
skipti við samherja og vini.
Þá hafði sú ákvörðun verið tekin að
skipta Þýskalandi í fjögur svæði
(franskt, breskt, bandarískt og rússn-
eskt) í lok stríðsins, og skipta Berlín
upp á sama hátt. Að einu leyti varð
þetta til góðs fyrir vesturveldin —
það hélt rússum utan við Ruhr-
héraðið, mikilvægasta iðnaðarhérað
Þýskalands. En það gerði Berlín jafn-
framt að tímasprengju, stjórnmála-
legri eyju, sem í senn laut stjórn
sovétmanna og hinna frjálsu vestur-
velda, en var engu að síður langt
innan þess hluta Þýskalands, sem
laut yfirráðum Sovét.
Jafnvel á ámnum fyrir stríð hafði
Berlín ekki verið sjálfri sér nóg. Nú
vom þúsund tonn á viku flutt til
borgarinnar um hina svonefndu
„alþjóðlegu” járnbraut, sem var eitt
spor milli Marienborg í vestri og
Berlínar, 175 km yfir land sem laut
sovéskum yfirráðum. Heita mátti, að
allar lífsnauðsynjar íbúa Vestur-
Berlínar og þeirra 6500 hermanna
vesmrveldanna, sem þar bjuggu,
væm fluttar um þessa lífæð, sem
rússar gám skorið á hvernær sem var.
Veturinn 1946, kaldasta vemr í
Berlín í heila öld, hafði hitinn farið
niður í rúmlega 20 stiga frost.
Vatnsveita borgarinnar hafði frosið,
og ungbarnadauði rauk upp úr öllu
valdi. Fjöldi Berlínarbúa hafði
fundist frosinn í hel í glæsihverfinu
Grúnewald. Harðindin kreppti svo
að úlfunum að þeir hröktust úr
skógunum allt inn á Berliner Ring,
vegakerfið sem umlykur borgina.
Yfir 200 kismm utan af jarðneskum
leifum prússneskra liðsforingja var
stolið til eldiviðar. Ef annar slíkur
vemr kæmi og rússar útilokuðu
kolaflutninga frá vesmrsvæðinum,
var aðstaða vesmrveldanna í Berlín
vonlaus.
Og nú hafði það gerst. Spurningin
var þá þessi: Ættu vesturveldin að
vera um kyrrt í Berlín eða fara, og
gefa íbúana sovétmönnum á vald?
Clay hershöfðingi gaf opinberlega út
þessa yfirlýsingu: „Rússar geta ekki
rekið okkur frá Berlín nema með
styrjöld.” En persónulega var hann í
vafa. Einn ráðgjafa hans sagði:
, ,Sérm með höndina í eldinum, er þá
ekki ráð að draga hana til sín?”
Til að byrja með hafði Clay mjög
eindregið til athugunar að senda 200
vömbíla lest með vopnaðri fylgd eftir
hraðbrautinni frá Vesmrþýskalandi
til Berlínar. Aðeins rússneskt hervald
gæti hindrað slíka flutninga, og það
þýddi stríðshætm. Clay þóttist þess
íullviss, að rússar óskuðu ekki eftir
vopnaviðskiptum. En yfirmanna-
fundur í Washington var þvl aðeins
samþykkur þessari ráðagerð að