Úrval - 01.02.1978, Side 91
LOFTBRÚIN TIL BERLÍNAR
Lucius Clay og Emst Reuter.
Þjóðverjar kölluðu „rússneska tíma-
bilið” — þessa fjórtán apríldaga sem
orrustan um borgina stóð — var á
bilinu 20-100 þúsund. Rússnesku
hermennirnir rásuðu um, hrópandi
,,Frau, komml” — og drógu konur
og stúlkubörn, sem reynt höfðu að
felast og dulbúast, meðal annars með
því að ata sig sóti — upp úr
kjöllurum og öðrum felustöðum og
svívirtu þær. Þremur ámm síðar veitti
Annemarie Nitze, læknir við Wilm-
ersdór barnaspítalann, því athygli að
átta ára snáðar vom enn í ,,nauðg-
unarleik,” með því að ráðast á
telpurnar og reyna að rífa utan af
þeim spjarirnar.
Því næst komu rússnesku ránin. Á
89
iðnaðarsviðinu var næsmm ekkert
eftir skilið. Allt var hirt og flutt heim
til sovétríkjanna, frá 228.000 kíló-
vatta orkuverinu Kraftwerk West upp
í vélasamstæðurnar í risafyrirtækjum
Siemens-Schuckert, Osram, Tele-;
funken og Daimler Benz. Frá
sérhverju heimili, sem enn gat nefnst
því nafni, rændi rauði herinn hinum
sundurleitasta varningi: Reiðhjólum,
símatækjum, handlaugum, ljósarof-
um, hurðaskrám.
Sovétmenn gerðu æ minna til að
dylja fyrirætlun sína. í kaldrifjaðri
tilraun til þess að setja þjóðina á
hausinn prentuðu þeir markaseðla í
milljónatali, og efnahagsleg martröð
fylgdi í kjölfarið. Allt sem hugurinn
girntist, var fáanlegt — á svarta-
markaðsverði: Kavíar, kampavín,
fínustu silkivömr, bensín. Ijós-
myndafilmur. En smjörið kostaði
25.600 kr. kílóið (miðað við krónuna
núna — þýð.) og hvert brauð kostaði
2.600 krónur. Fyrir ómerkilegusm,
útslitna skó fengust allt að 22 þúsnd
krónur.
í „Litla dýragarðinum,” sundur-
troðinni grasflötinni milli sviðinna og
brotinna trjánna út frá ríkisþinghús-
inu safnaðist fólk saman dag hvern,
álútt undir þungum bakpokum eða
dró með sér töskur, ýtti handvögn-
um. Börn, tekin í andliti, falbuðu
sígaretmr, sem þau höfðu betlað af
hermönnum vesmrveldanna. Fyrr-
verandi hermenn á hækjum reyndu
að selja heiðursmerkin síh sællegir
menn buðu nælonsokka fyrir tíu