Úrval - 01.02.1978, Síða 97
LOFTBRÚIN til berlínar
95
koma inn. Svo kom hann að gerðinu
umhverfis flugvöllinn og sá börnin
— kannski tíu eða svo — sem virtu
hann vandlega fyrir sér. Þau voru í
stagbættum görmum, andlitin van-
næringarleg, dæmigerð börn eftir-
stríðsáranna í Evrópu.
Eldri börnin í hópnum voru að
læra ensku í skólanum, svo ofurlitlar
samræður mynduðust. Fannst þeim
gaman að horfa á flugvélarnar? Þau
brosm hikandi: ,,Við horfum á
flugvélar allan daginn.”
Heima í Utah hafði Halvorsen
verið skáti, og hann var mikið fyrir
börn. En honum fannst þessi börn
eitthvað öðmvísi. Svo fann hann
hvað það var. Allan tímann, sem
hann hafði verið í hernum, hafði
hann vanist því að krakkar elm hann
á röndum til að sníkja af honum
tyggigúmmí og gotterí. Þessi hópur
gerði það ekki. Þau þekktu ekkert
nema það sem þau vom að gera núna
og bjuggust ekki við neinu.
Halvorsen hafði aðeins tvær tyggi-
gúmmíplötur á sér. Hann dró þær
fram og skipti þeim í fjóra hluta.
Krakkarnir þrengdu sér að netinu og
teygðu fram andlitin, svipurinn á
andlitum þeirra „vantrúaður, lotn-
ingarfullur — eins og þau stæðu við
hlið Undralands.” Þau, sem ekki
fengu hálfa tyggigúmmíplötu hugg-
uðu sig við umbúðirnar, til að lykta
af þeim eða sleikja þær. Fyrir 30 sent,
hugsaði Halvorsen, hefði ég getað
gefið öllum þessum krökkum for-
smekk af himnaríki.
,,Komið afmr hingað á morgun”
sagði hann. ,,Um leið og égflýg yfxr í
flugvélinni minni skal ég kasta niður
til ykkar tyggigúmmíi og brjóstsykri,
ef þið lofið að skipta því jafnt á milli
ykkar. ’ ’
,,En hvernig eigum við að þekkja
flugvélina þína?” spurði einn strák-
anna.
,,Horfið á vængina,” svaraði
Halvorsen. ,,Ég ætla að vagga
vængjunum.”
Þegar hann var kominn heim til
Rhein-Main, lá við að hann iðraðist
loforðsins. Það var auðvelt að fá
sælgætið, en hvernig átti hann að
kasta því? Eina nothæfa leiðin á C-54
var 25 sentimetra blysrenna aftan við
flugmannssætið. En hvað átti hann