Úrval - 01.02.1978, Qupperneq 100
98
ÚRVAL
harla skrýtin að sjá: Allt fullt af
spottum, frá gluggakarmi út í hurð
og aftur til baka, og á þeim herðatré
merkt með módelnúmerum flugvél-
anna í notkun. Eftir miklar vanga-
veltur og mikil hlaup aðstoðarmanna
hans með herðatrén kom nýtt
munstur í ljós fyrir loftflutningana.
Þessi nýja áætlun byggðist á
einstefnuflugi. Flugvélarnar áttu að
fljúga syðstu leiðina til Berlínar en
miðleiðina til baka. Sikksakkflugið,
með árekstrarhættu sinni, var úr
sögunni. Nú varð sérhver flugmaður
að fara yfir viðmiðunarstaði á
nákvæmlega réttum tíma — Fulda
flugvitann skammt frá Frankfurt,
Frohnau-flugvitann í útjaðri Berlínar
— nota hvern flugvita sem vörðu á
himni og halda nákvæmlega réttu
bili til næstu flugvélar, halda réttri
hæð og hraða.
Um leið og vél hafði stöðvast í
Berlín áttu afhleðslumennirnir að
stökkva um borð og áfyllingarbíllinn
að renna upp að vélinni. Enginn
flugmaður mátti fara frá vél sinni eða
næsta nágrenni hennar, skrifstofa á
hjólum kom með veðurlýsinguan til
hans, ferðaveitingastofa kom með
kaffi og smurt brauð handa honum.
,,Hver sú mínúta, sem vélin situr á
jörðinni, er töpuð mínúta,” sagði
Tunner.
Mikilvægt var að bretar og banda-
ríkjamenn ynnu saman á þessu sviði.
Tunner fékk heimild breta til þess frá
21. ágúst að þrjár flugdeildir af C-54
hefðu aðsetur á bresku herflugstöð-
inni Fassberg, skammt frá Hannover,
að breska svæðinu. Nyrðri leiðin, sem
lá inn á breska svæðið, var helmingi
styttri en suður leiðin, sem lá inn á
bandaríska svæðið. Flugvélar, sem
höfðu aðsetur á Fassberg gátu farið
fimm ferðir á dag fram og til baka,
en þær sem voru í Rhein-Main gátu
aðeins farið þrjár og hálfa ferð á dag.
En ef ekki kæmu til fleiri flug-
brautir, myndi Berlín ekki standast
veturinn. Breski flugvöllurinn í
Gatow, sem var með tvöfalda umferð
á móti Tempelhof, hafði þrisvar
sinnum meiri umferð en LaGuardia
flugvöllur í New York. Svo 19
þúsund Berlínarbúar snéru sér að því
af miklu kappi að þúa til nýjan
flugvöll í Tegel, í franska hlutanum.
Það var ógleymanleg sjón, þegar
þessi mannfjöldi streymdi út yflr
svæðið, sem eitt sinn var æfínga-
svæði loftvaradeildar Hermanns
Görings, með skóflurnar reiddar um
öxl eins og byssur. Næstum helm-
ingur af þessu liði voru konur, og þær
unnu jafn rösklega og karlmennirnir
að því að draga grjót til mulnings-
vélanna. Fyrrverandi prófessor í
rifnum lafafrakka vann við hliðina á
örkumlamönnum úr stríðinu og
rósömum kotungum í tréklossum.
Þetta fólk vann allan sólarhringinn, á
átta tíma vöktum, á næturnar við
ljós.
En enginn lagði harðar að sér en
Tunner. Nótt og dag var hann á
stöðugum þönum milli aðalstöðv-
anna 1 Wiesbaden, Tempelhof og