Úrval - 01.02.1978, Qupperneq 100

Úrval - 01.02.1978, Qupperneq 100
98 ÚRVAL harla skrýtin að sjá: Allt fullt af spottum, frá gluggakarmi út í hurð og aftur til baka, og á þeim herðatré merkt með módelnúmerum flugvél- anna í notkun. Eftir miklar vanga- veltur og mikil hlaup aðstoðarmanna hans með herðatrén kom nýtt munstur í ljós fyrir loftflutningana. Þessi nýja áætlun byggðist á einstefnuflugi. Flugvélarnar áttu að fljúga syðstu leiðina til Berlínar en miðleiðina til baka. Sikksakkflugið, með árekstrarhættu sinni, var úr sögunni. Nú varð sérhver flugmaður að fara yfir viðmiðunarstaði á nákvæmlega réttum tíma — Fulda flugvitann skammt frá Frankfurt, Frohnau-flugvitann í útjaðri Berlínar — nota hvern flugvita sem vörðu á himni og halda nákvæmlega réttu bili til næstu flugvélar, halda réttri hæð og hraða. Um leið og vél hafði stöðvast í Berlín áttu afhleðslumennirnir að stökkva um borð og áfyllingarbíllinn að renna upp að vélinni. Enginn flugmaður mátti fara frá vél sinni eða næsta nágrenni hennar, skrifstofa á hjólum kom með veðurlýsinguan til hans, ferðaveitingastofa kom með kaffi og smurt brauð handa honum. ,,Hver sú mínúta, sem vélin situr á jörðinni, er töpuð mínúta,” sagði Tunner. Mikilvægt var að bretar og banda- ríkjamenn ynnu saman á þessu sviði. Tunner fékk heimild breta til þess frá 21. ágúst að þrjár flugdeildir af C-54 hefðu aðsetur á bresku herflugstöð- inni Fassberg, skammt frá Hannover, að breska svæðinu. Nyrðri leiðin, sem lá inn á breska svæðið, var helmingi styttri en suður leiðin, sem lá inn á bandaríska svæðið. Flugvélar, sem höfðu aðsetur á Fassberg gátu farið fimm ferðir á dag fram og til baka, en þær sem voru í Rhein-Main gátu aðeins farið þrjár og hálfa ferð á dag. En ef ekki kæmu til fleiri flug- brautir, myndi Berlín ekki standast veturinn. Breski flugvöllurinn í Gatow, sem var með tvöfalda umferð á móti Tempelhof, hafði þrisvar sinnum meiri umferð en LaGuardia flugvöllur í New York. Svo 19 þúsund Berlínarbúar snéru sér að því af miklu kappi að þúa til nýjan flugvöll í Tegel, í franska hlutanum. Það var ógleymanleg sjón, þegar þessi mannfjöldi streymdi út yflr svæðið, sem eitt sinn var æfínga- svæði loftvaradeildar Hermanns Görings, með skóflurnar reiddar um öxl eins og byssur. Næstum helm- ingur af þessu liði voru konur, og þær unnu jafn rösklega og karlmennirnir að því að draga grjót til mulnings- vélanna. Fyrrverandi prófessor í rifnum lafafrakka vann við hliðina á örkumlamönnum úr stríðinu og rósömum kotungum í tréklossum. Þetta fólk vann allan sólarhringinn, á átta tíma vöktum, á næturnar við ljós. En enginn lagði harðar að sér en Tunner. Nótt og dag var hann á stöðugum þönum milli aðalstöðv- anna 1 Wiesbaden, Tempelhof og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.