Úrval - 01.02.1978, Page 106
104
flugtaksheimild vegna veðurs, sofn-
uðu þeir þar sem þeir sátu. Tom
Cates hafði veiðstöng við hendina í
kofanum sínum á flugvellinum.
Þegar veðrið skánaði, vakti hann
flugmennina með því að berja veiði-
stönginni 1 flugvélaskrokkana.
Það fór ekki hjá því að óhöppum
fjölgaði. Jack Olin Bennett, einn
hinna borgaralegu flugmanna, sem
vann við loftbrúna, sá flugvöllin
greinilcga fram undan sér, sömuleið-
is, vélina sem var á undan honum, er
sviptivindur skall á ofan úr Taunus-
fjöllum. Þegar haglið dundi á
framrúðunum ,,eins og vélbyssu-
skothríð” slökkti Bennett í snatri á
lendingarljósunum og einbeitti sér að
mælaborðinu, þvx hann óttaðist
„byljahrap,” eins og það er kallað.
En flugmaðurinn á undan blindaðist
af snjóiðunni, enda reynsluminni.
Vélin hans skall á jörðinni og
splundraðist.
Mörgum sinnum urðu flugum-
sjónarmennirnir vitni að lífsháska án
þess að fá nokkuð að gert.
GeorgeGilbert í Gatow hlustaði á
síðusm samskipti flugmanna á
tveimur C-54 einhvers staðar yfir
skógunum milli Frohnau og Dannen-
berg. ,,Ég reyni að halda henni,”
heyrði hann annan manninn hrópa,
,,Ég held ég hafi það.” Hinn var
ákaftur: „Stökktu! Stökktu!” Síðan
sagði hinn með andköfum: ,,Ég er
kominn niður í 500,” — og rétt x
sama bili sagði síðari, ósýnilega
ÚRVAL
röddin: ,,Guð minn almáttugur,
hann er kominn niður! ’ ’
Margir urðu vitni að atburðum,
sem þeir geta aldrei síðan gleymt.
Eugene Wiedle sá Lancaster olíu-
flugvél kom inn á Gatow í
hliðarvindi, reka hægra hjólið niður
og velta fjórar heilar veltur. Svartur
reykur, bryddaður gullnum loga vall
út undan vélinni. Wiedle kallaði í
flýti í flugturninn: , ,Gatow flugturn,
komust þeir af?” Svarið var kulda-
legt: ,,Við teljum það ólíklegt. Þetta
er eins og að fljúga sprengju.” En
fyrir kraftaverk komust mennirnir af
úr þessu slysi.
Alls fómst 60 flugliðar í þessu
starfi — 31 bandaríkjamaður, 18
bretar, 11 sem ekki vom í hernum.
Þar að auki fómst fimm þjóðverjar,
sem unnu á flugvöllunum. Nöfn
þessar 65 manna em skráð á fótstall
minnismerkisins um Loftbrúna í
Berlín.
Þessi slys komu mörgum til að trúa
því, að sögusagnirnar um hermdar-
verk rússa ættu við rök að styðjast.
Tanner fékk aldrei staðfestingu á því,
að svo væri. En það var enginn efi að
.taugaveiklun rússa fór vaxandi. Þeir
svifust einskis í tilraunum sínum til
að loka loftbrúnni og gerðu allt sem
þeim gat dottið í huga til að mgla og
villa fyrir.
Hvað eftir annað varð Gerald
Hallas fyrir því að heyra undarlegan
hvin í heyrnartækjunum, þegar hann
var kominn á loft frá Rhein-Main,
jafnhliða því sem radxó-áttavitinn