Úrval - 01.02.1978, Síða 107
LOFTBRÚIN TIL BERLÍNAR
105
varð óvirkur. Rússar trufluðu flugvit-
ana. Vernon Hamann fékk hvað eftir
annað raddir í heyrnartækin, sem
reyndu að koma honum af réttri leið
með þvx að herma eftir flugumsjónar-
mönnunum í Gatow með villandi
upplýsingar. Bernald Smith varð fyrir
því að 22 Jak herflugvélar flugu þvert
á leið hans á alþjóðlegu flugleiðinni,
það var eins og að fljúga gegnum
sverm af vespum, sagði hann. Eitt
sinn um nótt komu rússneskar
herflugvélar utan úr myrkrinu á móti
Warren Sandmeier og skelltu lend-
ingarljósum sínum framan í hann.
Edward Weber fann vél sína leika á
reiðisjálfi þegar Jak-flugvél kom
beint á móti honum en beygði síðan
snögglega og renndi sér undir hann,
þegar örstutt var á milli vélanna —
þetta var ný tegund af rússneskri
■rúllettu. En flugið hélt áfram.
Páskasýning
Þegar lengra leið frá komst Frank
Howley að þeirri niðurstöðu, að tvær
fyrstu vikurnar af janúar hefðu skipt
sköpum. Það varþá, sem hann ásamt
breskum og frönskum samstarfs-
mönnum tók: mestu áhættu, sem
tekin var á þessu tímabili. Matar-
birgðirvoru viðunandi, dugðu til 31
dags, en kolastaflinn rýrnaði uggvæn-
lega hratt. Hann myndi ekki duga í
tíu daga.
Hawley bað þess að kuldinn rénaði
svolítið og skar niður matarflutn-
ingana til þess að fá meiri kol. Og til
þess að spara eldsneytið enn meir,
þótt oft væri frost um þessar mundir
var enn dregið úr framleiðslu á gasi
og rafmagni, sem hvort tveggja var
framleitt með kolum. Fækkað var
ferðum sporvagnanna og ætlast til að
þeirflyttu 175 manns hver, í stað 124
farþega, eins og þeir voru gefnir upp
fyrir. Þetta hreif nokkuð. Matar-
birgðirnar rýrnuðu niður í 27 daga
forða, en kolaforðinn jókst um í 20
daga birgðir.
Þótt 5000 fyrirtæki hefðu hætt
starfsemi sinni og yfir 150 þúsund
manns væru atvinnulausir, var
ýmislegt annað sem var vesturveld-
unum hliðhollt. Lokað var fyrir
flutninga á mikilvægum hráefnum til
sovétsvæðanna, svo rússar fengu ekki
nauðsynlegar vesturþýskar vörur svo
sem eins og kol og stál frá Ruhr
héruðunum, né heldur vélahluta.
Allir birgðaflutningabílar á leið frá
Vesturþýskalandi til sovéska svæðis-
ins voru stöðvaðir og þeim snúið við.
Efnahagsþvinganirnar voru farnar að
bitna meira á austri en vestri.
Þegar Ernst Reuter og vinur hans,
Drew Middleton frá Now York Times
sátu saman að miðdegisverði 31.
janúar, sneri Reuter sér allt í einu að
vini sínum, eins og hann hefði fengið
vitrun: „Þetta er búið,” sagði hann.
„Rússar hafa gert sér grein fyrir að
þeir ná Berlín ekki með þvx að loka
aðflutningum. Bráðlega fara þeir að
leita að leiðum til að aflétta
lokuninni.”
27. janúarhafði Kingsbury Smith
hjá International News Service sent