Úrval - 01.02.1978, Side 108
106
;URVAL
Josef Stalin fjórar skriflegar spurn-
ingar. Þar á meðal var þessi spurning:
Væru Sovétríkin líkleg til að aflétta
flutningabanninu ef vesturveldin
slægju því á frest að gera Vestur-
þýskaland að sjálfstæðu ríki, eins og
ráðgert var, meðan beðið væri eftir
fundi í utanríkisráðherranefndinni
(sem skipuð var fulltrúum banda-
manna úr heimsstyrjöldinni síðari
(Frakklands, Stórabretlands, USA og
Sovétríkjanna)? Þrem dögum síðar
svarði Stalín: Hann sá ekkert því til
fyrirstöðu, ef gagnlokun vesturveld-
anna væri aflétt samrímis.
Það var eins og rússa grunaði þá
þegarfífldirfskubragðið, sem Tunner
átti eftir að sýna.
Edward Guilbert segist svo frá, að
þessi áætlun hafi upprunalega fæðst
sem glampi í auga Tunners. Þeir
voru að fá sér í svanginn á Schwarzer
Bock hótelinu í Wiesbaden einn
morguninn í apríl, þegar andlit
Tunners ljómaði allt í einu upp og
hann spurði: ,,Gil, hvernig getum
við áorkað mestu?”
Sem flutningastjóri hjá Tunner
hafði Guilbert lengi velt þessari
spurningu fyrir sér. Snemma í ágúst
1948 höfðu hann og nokkrir
samstarfsmenn hans dregið upp
töflu, sem táknaði klukkuna, þar sem
þeir skiptu sólarhringnum í 1440
mínútur og létu sig dreyma óska-
drauminn um loftbrúna: Ef þeir
hefðu flugvélar til, áhafnir og
ákjósanlegt flugverður, kynni að vera
hugsanlegt að flytja tíu tonn á
mínútu. ,,Ef allt er eins og best
verður á kosið,” var svar Guilbert við
spurningu Tunners, ,,getum við
afhent 14.000 tonn á dag.
Þótt Tunner vissi ekkert um þá
mikilvægu samninga, sem um þessar
mundir fóru fram milli bandaríska
ambassadorsins Phillip Jessup og
sendiherra Sovétríkjanna hjá Sam-
einuðu þjóðunum, Jakobs Malik, tók
hann nú veigamikla ákvörðun.
,,Gil,” sagði hann. ,,Það er einmitt
það sem við skulum gera.”
Síðan fyrsta daginn, sem loftbrúin
starfaði og skilaði 80 tonnum til
Berlínar, hafði flutningagetan sífellt
aukist — úr þúsund tonnum 7. júlí í
3800 tonn 7. ágúst, 6133 tonn 9-
desember, 7513 tonn 12. febrúar —
en aldrei komist í námunda við hið
nýja takmark Tunners.
Nú var tekið til óspilltra málanna.
Rannsókn á þeim 50 mismunandi
kortum, sem héngu í ráðstefnustofu
Tunners leiddi í ljós að líklegast var
að heppilegustu kringumstæðurnar
yrðu frá hádegi laugardags 16. apríl
frá á hádegi 17. apríl, sem var páska-
dagur. Búist var við bærilegu veðri,
næstum 225 C-54 yrðu tiltækar og
yfir 10 þúsund tonn af kolum biðu
flutnings. „Þetta verður páskasýn-
ing,” sagði Tunner, „páskagjöf til
fólksins í Berlín”.
En þetta varð að fara mjög leynt.
Ef það kvisaðist að flytja ætti 10
þúsund tonn og það mistækist, væri
það vatn á myllu áróðursmeistara
Sovétmanna. Það var ekki fyrr en á