Úrval - 01.02.1978, Síða 117

Úrval - 01.02.1978, Síða 117
AÐ LÆRA AFREYNSLUNNI 115 annaðhvort hafí manneskju heppnast eitthvað eða ekki, en staðreyndin er að það eru til óendanlega mörg stig af hvoru tveggja. Hayakawa segir að það sé mikið djúp milli þessarra tveggja setninga: „Mér hefur mis- tekist þrisvar sinnum,” og: ,,Ég er misheppnaður.” Orðin heppni og mistök eiga ekki saman í hugum manna. Þessi orð lýsa bara ákveðnu ástandi á vissum stað og stundu. Það er augljóst að ekki getur öllum heppnast allt. Staðreyndin er sú að gangi þér vel í einu getur það valdið vanmætti þínum á öðru sviði. Mikils- metinn stjórnmálamaður sagði mér eitt sinn að frami hans hefði gersamlega eyðilagt hjónabandið. ,,Ég hef engan tíma fyrir fíölskyld- una,” sagði hann, ,,ég ferðast mikið, og jafnvel þegar ég er heima sé ég konuna og börnin varla. Ég hef öðlast völd, fé og frægð, en sem eiginmaður og faðir er ég misheppnaður. ’ ’ Frami á unga aldri getur leitt af sér hættu, sem er líkleg til að sýna sig hjá þeim sem sýna einhverja sérstaka hæfíleika sem börn. Þegar ég var barn þekkti ég stúlku sem var svo flínk á skautum að það var litið á hana sem snilling. Þegar við börnin vorum að leika okkur, hjóla, lesa, vinna eða bara að slæpast — var þessi stúlka á skautum — á hverjum degi þegar skóla lauk og allar helgar. Myndir af henni birtust oft í blöðunum og við öfunduðum hana af þessu frægðarlífi. Nokkrum árum síðar, er við ræddum um þessa daga, sagði hún bitur: ,,Ég bjó mig aldrei undir neitt nema að fara á skauta. Ég var á hátindi sautján ára og hef verið á niðurleið síðan.” Velgengni, sem er of auðfengin, er líka eyðileggjandi. Barn sem vinnur verðlaun fyrir ritgerð sem það hefur gert í flýti, eða fullorðinn maður sem lítur á sjálfan sig sem úrval, af því að hann fékk fyrsta starfið sem hann sótti um, af einskærri heppni, verður líklegaað horfastí augu við vonbrigði, þegar raunverulega reynir á. Velgengni sem maður verður að leggja allt undir til að ná er heldur ekki góð. Góðir námsmenn verða stundum svo uppteknir af einkunn- um að þeir gleyma að njóta skóla- áranna. Þeir reyna aldrei neitt nýtt, því þeir vilja ekki eiga neitt á hættu með velgengnina í skólanum. Velgengnin getur einfaldlega kost- að of mikið erfíði, eins og ólga á vinnustað, eða vera sífellt glaðlegur á svip, á meðan einkalífíð gliðnar x sundur, eða þá að maður getur ekki verið heill og sannur, heldur verður að slá gullhamra, ljúga og gera hluti sem manni fall ekki. Þetta verður of dýru verði keypt ef útkoman verður ótti — ótti um að velgengnin sé ekki traust. Einn skemmtilegasti gestgjafí sem ég þekki var farin að hata að halda boð: ,,Ég hef hlotið svo gott orð fyrir það að vinir mínir ætlast til þess að ég sé framúrskarandi. Ég get ekki valdið þeim vonbrigðum — og þessvegna er ég þreytt, jafnvel áður en þeir koma.”
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.