Úrval - 01.02.1978, Page 121
119
Listamaður í Minneapolis skapar — ápapptr —
undursamlega ómögulegar golfbrautir, sem allir
geta notið.
ÓMÖGULEGAR
GOLFBRAUTIR
*
*
vK-
vi(-
É HÆGT að kalla hina
erfiðu golfíþrótt leik fyrir
þá sem haldnir eru sjálfs-
pyntingarhvöt, er það
✓KVKVRvpvi? ekki síður leikur fyrir
draumóramenn — allt frá klaufanum,
sem dreymir um holu í höggi, til hins
fullkomna, sem dreymir um að setja
nýtt brautarmet. En líklega er Loyal
,,Bud” Chapman, 54 ára áhuga-
golfleikari í Minneapolis, hugmynda-
ríkasti dreymandi golfíþróttarinnar.
Hann bindur ekki drauma sína við
heppnina eina saman. Nei, hann
dreymir upp heilar golfholur, með
ögrandi hindrunum allt frá Miklu-
gljúfrum (Grand Canyon) til Larsens
íssyllunnarí Suðurskautslandinu. Og
þar sem Chapman er líka hæfi-
leikaríkur myndlistarmaður, hefur
hann komið þessum draumaholum
sínum fyrir í stórkostlegum málverk-
um, og hér á eftir birtum við fimm
þeirra — því miður ekki í eðlilegum
litum, eins og málverkin hans eru.
Chapmanhófþessaiðjusína 1962,
þegar hann málaði hina stórkostlegu
golfholu við Viktoríufossa, sem hér
fylgir með. Hann hefur nú lokið við
að mála fyrstu 13 holurnar af heilum
velli, og afgangurinn er á leiðinni.
Þótt umhverfi hverrar holu sé
samviskusamlega útfært eins og það
er, eru holurnar sjálfar hugarburður
frá rótum. En fólk, sem séð hefur
verk Chapmans, á erfitt með að skilja