Úrval - 01.02.1978, Side 129
127
Eg beið á biðstofu dýralæknisins með litla hundinn minn þegar
stúlkan í símanum kallaði: , ,Það er hérna kona með miklar áhyggjur af
púðluhundinum sínum,sem hefur étið 30 hægðatöflur. Hvað á hún að
gera við hann?” Áður en læknirinn gæti svarað heyrðist róleg rödd eins
af biðstofunni. ,,Snara honum út, undir eins.”
V. R.
Maðurinn minn vinnur á næturvöktum en ég á daginn. Á sama tíma
á morgnana hittumst við í bílunum okkar, hann að koma heim en ég á
leið í vinnu. Þegar bílarnir mætast hrópum við: ,,Ég elska þig.” Dag
nokkurn er við höfðum heilsast á þenna venjulega máta, renndi sér bíll
upp að hlið mér á rauðu ljósi, en ökumaður hans hafði nokkmm
sinnum orðið vitni að kveðjum okkar. Hann sagði: „Halló! Fyrst ykkur
líst svona vel hvom á annað af hverju stoppið þið aldrei svo þið getið
kynnst?” G.O.
Samtal tveggja ungra kvenna:
,,Ég var að frétta að þú hefðir slitið trúlofuninni við Jóa. Hvað kom
fyrir?’
,,Bara það að ég er ekki eins hrifin af honum og áður.”
,,Ertu búin að skila hringnum?”
,,Nei, nei. Ég er ennþá jafn hrifin af honum.”