Úrval - 15.12.1980, Blaðsíða 34
32
ÚRVAL
mætir kerlingu er Gróa hét. Hafði
kerling ekki gifst né barn átt, en var
öldruð orðin og hrokkin. Þá kvað
Fúsi:
,,Þú ert meyja Gróagrett,
grálynd, þeygi lófanett,
kviðardregin, þjóaþétt,
þægðum flegin, rófubrett.”
Þá kvað Gróa kerling aftur:
,,Þú ert, Fúsi, sóðasveinn
í sinnuhúsi ljótur einn;
þinn er lúsanóti ei neinn,
næstur Brúsaþrjótur beinn.”
Yfírgafþá Fúsi kerlingu þegjandi.
★
Besti endir á einni kvikmynd er sá, þegar strákurinn sem situr við
hliðina á þér í bíóinu lýkur við poppkornið sitt. g y
Hvilik blessun væri það að geta lokað og opnað eyrun jafnauðveld-
lega0SauSun' — Georg C. Lichtenberg
Nágrannakonan og ég vorum að sjóða niður baunir sem við höfðum
sjálfar ræktað: ,,Ég efast um að við spörum nokkuð með þvi að. gera
þetta,” sagði ég.
„Vissulega gerum við það,” svaraði hún. ,,Annars værum við
kannski niðri í bæ að versla.
— H. H.
Stór og tröllslegur náungi kom inn í stórmarkaðinn vék sér að starfs-
manni þarog sagði: „Láttu mig hafa hálfan kálhaus.”
,,Við seljum bara heila hausa,” svaraði starfsmaðurinn.
,,Ég vil ekki heilan haus,” svaraði sá stóri. ,,Ég þarf bara hálfan.’’
„Bíddu aðeins, ég skal gá hvort það er hægt,” sagði starfs-
maðurinn, „ég skal spyrja verslunarstjórann.”
Svo hverfur hann á bak við þar sem verslunarstjórinn er að sýsla við
niðursuðudósir og segir við hann: „Heyrðu, það er gríðarlegt, þræl-
heimskt kjötfjall frammi sem vill kaupa hálfan kálhaus. Á ég að segja
þessu fífli . . . Hann tekur í sama bili eftir því að verslunarstjórinn
starir aftur fyrir hann en ekki á hann svo hann snýr sér snöggt við og
sér að tröllslegi náunginn hefur elt hann.í^natri snýr hann sér við
aftur og segir: „Og þessi herramaður ætlar að kaupa hinn
helminginn.” —J. D.