Úrval - 15.12.1980, Blaðsíða 111
FENEYJAR. BARN SÖGUNNAR
en við þá fjórðu rís hinn fjlitr-
andi mósaikundraheimur, Kirkja
heilags Markúsar, sem ríkir eins og
drottning yfir geysistóru torginu.
í Kirkju heilags Markúsar, sem
byggð var á 11. öld, eru saman-
komnir ólíkir byggingarstílar og
byggingartímabil, þannig að
útkoman ætti í raun að vera
hörmung. Reyndin er allt önnur:
Kirkja heilags Markúsar er slíkt lista-
verk að hún skipar sér réttilega á bekk
með meistaraverkum vestrænnar
menningar.
Feneyjar eru framar öllu barn
róstusamrar fortíðar sinnar. Þær eru
eins konar lokakafli á einu af stórkost-
legustu ævintýrum sögunnar. Sagan
segir að borgríkið hafi verið stofnað
árið 451 eftir Krist þegar strandbúar
nefndir Venetii flýðu undan Húnum
yfir sundið.
Ibúar Feneyja, sem aldrei urðu
fleiri en 170.000 notfærðu sér hina
einstæðu aðstöðu sína — landfræði-
lega voru Feneyjar að hálfu land, að
hálfu sjór, mannfræðilega vom
Feneyingar að hálfu vestrænir og að
hálfu austrænir — og gerðu Feneyjar
að voldugasta verslunarstað Evrópu.
Á blómaskeiðisínu,sem hófst seint
á fjórtánduöld,voru Feneyjar miðstöð
alls sem nöfnum tjóir að nefna — svo
sem banka, gimsteinaviðskipta og
skipabygginga, reyndar miðstöð alls
viðskiptalífs tveggja heimsálfa. Þær
voru auðugasta borg jarðarinnar.
Samkeppni prinsanna af Feneyjum
við að byggja íburðarmiklar kirkjur,
109
glæsilegar hallir og við að ráða til
verkanna hina bestu arkítekta og
listamenn varð gegndarlaus.
Á meðan á þessu veldi lista og
menningar stóð kynntu Feneyjar um-
heiminum einnig feneyskan gler-
iðnað (feneyska glerið varþað þynnst-
skorna í heimi) feneyska kniplinga
(þeir voru þeir fíngerðustu í heimi)
og feneysk dragtjöld (þau glæsi-
legustu sem til voru).
í lok fímmtándu aldar var
ævintýrinu lokið. Ottoman Tyrkirnir
klipptu á viskiptabönd Feneyja við
Austurlönd og Vasco da Gama
opnaði nýja sjóleið til Austur-Indía.
Tilverugrundvöllur Feneyja var nú að
mestu brostinn. Eftir því sem fjár-
hirslur Feneyja tæmdust jókst hnign-
un þeirra. I kringum 18. öldina eru