Úrval - 15.12.1980, Blaðsíða 35
33
cÚí~ Ijeimi lækna vísirfdanqa
VERKJALYF SEM EKKI ER VANA-
BINDANDI
Nýtt verkjalyf — sem sagt er vera
jafnáhrifaríkt og morfín en ekki vana-
bindandi — kann að koma á markað-
inn innan skamms. Tvö hundruð
læknar hafa prófað lyflð á þrjú
þúsund og tvö hundruð sjúklingum
og lýst velþóknun sinni á því. Þetta
lyf, zomepirac sodium, er af mörgum
talið lílðegt til að valda byltingu í
þróun framleiðslu verkjalyfja.
„Allt fram undir þetta hefur
ekkert verkjalyf, þeirra sem tekin eru
inn með venjulegum hætti gegnum
munninn, staðist tveim aspiríntöflum
snúning,” segir William T. Beaver.
prófessor I lyfjafræði og svæfingar-
lækningum við Georgetown háskóla í
Washington. En zomepirac er
„greinilega miklu betra en venju-
legur aspirínskammtur og stendur sig
vel meira að segja í samanburði við
öflug sprautulyf. ’ ’
í tveimur viðamiklum tilraunum
dró zomepirac verulega miklu betur
úr verkjum eftir uppskurði heldur en
kódein. I tveimur öðrum rann-
sóknum þótti zomepirac gefa fullt
eins góða raun og morfín til að lina
þjáningar eftir uppskurði og hjá langt
leiddum krabbameinssjúklingum.
Fimmta rannsóknin leiddi í ljós, að
zomepirac er ekki vanabindandi.
Einn þeirra, sem að fyrrgreindum
rannsóknum stóðu, tók meira að
segja svo djúpt í árinni að segja: „Við
höfum aldrei fyrr séð neitt þessu
Iíkt.”
Medical World News
GERVIBLÖÐ:
Sexríu og fimm ára sjúklingi á
læknamiðstöðinni í Fúkúsjíma í
Japan tók að blæða mjög mikið eftir
að blöðruhálskirtillinn hafði verið
fjarlægður við krabbameinsuppskurð.
í ljós kom, að ekki var tiltækt nóg af
blóði handa honum, þar sem hann
var af hinum sjaldgæfa O-neikvæða
blóðflokki. Skurðlæknirinn Kenji
Honda greip þá til þess örþrifaráðs að
gefa sjúklingnum einn Iftra af nýlagaðri
súrefnisbættri perflúor-kolvetnisupp-
lausn. Fluosol-DA. Upplausnin
flutti súrefni um líkama sjúklingsins
þar til tókst að útvega meira af blóði í
hans blóðflokki.
Síðan hafa læknarnir í Fúkúsjíma
og víðar í Japan notað „gerviblóð” af
þessu tagi á rúmlega hálft hundrað
sjúklinga, sem voru hætt koginir
vegna mikilla blæðinga. Allir þessir
sjúklingar náðu sér og eru fyrsti
hópurinn sem á gerviblóði lífið að
Iauna. — I nóvember síðastliðnum
heimilaði Matvæla- og lyfjaeftirlit
Bandaríkjanna að nota gerviblóð þar t
landi.
Vísindamenn eru stöðugt í leit að