Úrval - 15.12.1980, Blaðsíða 107

Úrval - 15.12.1980, Blaðsíða 107
GLEDIN YEIR ÞV! AD VERA 77/. 105 gamall. Nótt eina, þegar foreldrar hans voru drukkin, henti móðir lians lampa að föður hans, en missti marks og lampinn brotnaði og tvístraðist yfir höfuð og herðar barnsins. Hann hlaut þriðja stigs bruna á efri hluta líkamans og augu hans eyðilögðust. Á þeim tíma sem Grand Prix keppnin fór fram var hann gangandi skelfing, andlit hans var afmyndað og stór húðflipi hékk utanvert af hálsinum og niður á líkamann. Þegar sárin kringum hálsinn greru stífnaði neðri kjálkinn og skel úr hörðum vefjum myndaðist. Eina leiðin fyrir þennan litla dreng til að opna munninn var að lyfta höfðinu. Þegar ég stansaði til að spjalla við hann eftir keppnina sagði hann: ,,Þú veist, við unnum.” Og hann hló. Ökumann matarvagnsins þekkti ég betur. Fáum árum áður hafði mér tekist ágætlega að loka gati í hjarta hans. Hann hafði komið aftur á spítalann vegna þess að hann hafði illkynjaðan beinkrabba. Nokkrum dögum fyrir keppnina voru öxlin og handleggurinn fjarlægð. Hann hafði litla von um bata. En eftir Grand Prix keppnina tilkynnti hann mér hreykinn að aksturinn hefði verið mikill sigur. Einu vandræðin voru að hjólin á vagninum voru ekki nógu vel smurð, en hann var góður ökumaður og bar fullt traust til þess er gaf vélaraflið. Eg fann allt í einu að þessi tvö börn höfðu kennt mér dýrmæta lexíu í því hvernig maður á að bregðast við því sem lífið leggur manni á herðar. Vegna þess að það sem máli skiptir er gleðin í þess orðs fvllstu merkingu, ekki bara eitthvað til skemmtunar, ánægju eða upplyftingar. Lífslistin er fögnuðurinn yfir því að vera til. Ég hafði velt þjáningunni fyrir mér á rangan hátt. Þú verður ekki betri manneskja þótt þú þjáist; en þú verður betri manneskja vegna þess að þú hefur reynt þjáningu. Við kunnum ekki að taka á móti ljósinu ef við þekkjum ekki myrkrið. Þessi börn sýndu mér að það sem þú hefur misst er ekki það sem máli skiptir. Það sem mikilvægast er.erþað sem þú átteftir. ★ Lcsendabréf til News-Free Press.: Þakkir til borgarstjórans fyrir að vera á móti því að eitra fyrir dúfurnar í bænum. Ég vona að dúfurnar fljúgi yfir borgarstjórann í flokkum og láti blessun sína rigna yfir hann. — E. V.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.