Úrval - 15.12.1980, Blaðsíða 87

Úrval - 15.12.1980, Blaðsíða 87
F/ÓRÐI VITRINGURINN 85 „Júdea var fangi Babýlonsfljóta,” sagði Tigranes með fyrirlitningu, ,,og synir Jakobs voru í haldi hjá konungum vorum. Ættflokkar ísraels eru dreifðir um fjöllin eins og villtir sauðir. Frá leifunum sem byggja Júdeu undir oki Rómar mun hvorki stjarna né veldissproti rísa. ,,En þó,” svaraði Artaban, ,,var það Hebreinn Daníel, hinn mikli draumráðandi, hinn vísi Belteshazzar, sem okkar mikli konungur Kýros virti og elskaði mest. Daníel sannaði fyrir þjóð okkar að hann væri sannur spámaður og túlkandi hugsana Guðs. Og hann skrifaði: Vitið því og skiljið að frá skipuninni um að endurreisa Jerúsalemborg og til komu hins smurða munu líða sjö vikur. Síðan mun endurreisnin standa í sextíu og tvær vikur.” ,,En sonur minn,” sagði Abgarus, „þetta eru dulrænar tölur. Hver getur ráðið í merkingu þeirra? Artaban svaraði: ,,Þrír félaga minna meðal Magianna — Kaspar, Melkíor og Balthazar — og ég sjálfur höfum leitað í hinum fornu töflum Kaldea og reiknað út rímann. Það verður í ár. Við höfum fylgst með himninum og á vori þessa árs sáum við tvær stærstu stjörnurnar nálgast hvor aðra í merki fisksins, sem er merki Hebreanna. Við sáum þar einnig nýja stjörnu, sem skein eina nótt en hvarf síðan. Núna eru hinar tvær stóru plánetur aftur að mætast. I nótt renna þær saman. Bræður mínir þrír fylgjast með því í hinu forna musteri hinna sjö hvela, í Borsippu, í Babýlon og ég fylgist með því hér. Ef stjarnan skín á ný munum við leggja af stað saman til Jerúsalem eftir ríu daga, til þess að sjá og tilbiðja hinn fyrir- heitna, sem mun verða fæddur konungur ísraels. Ég trúi því að táknið muni koma. Ég hef búið mig undir ferðina. Ég hef selt hús mitt og eigur og keypt þessa eðalsteina — safír, rúbín og perlu — til þess að færa þá kónginum. Og ég bið ykkur að koma með mér í píla- grímsförina svo við megum saman finna kónginn.” Hann dró fram þrjá stóra gimsteina undan innsta vafningi mittisgjarðar sinnar — einn bláan eins og nætur- himin, annan rauðari en geisla morgunsólarinnar og hinn þriðja hvítari en jökulskallaí ljósaskiptum. En vinir hans horfðu á hann með einkennilegu og framandi augnaráði, eins og þeir sem hlustað hafa á ótrúlega frásögn eða uppástungu um óhugsandi athöfn. Að lokum sagði Tigranes: ,, Artaban, þetta er tilgangslaus draumur. Hann er afleiðing of mikilla stjörnuskoðana og of háleitra hugsana. Enginn kóngur mun fæðast meðal hinnar sigruðu þjóðar Israels. Og það mun aldrei verða neinn endir á hinni eilífu baráttu ljóss og myrkurs. Sá sem þess leitar eltist við skugga. Vertu sæll.” Og hver á eftir öðrum afþakkaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.