Úrval - 15.12.1980, Blaðsíða 100
98
ÚRVAL
aukinn framleiðslukostnað, gripu
þau til þess ráðs að beina örvum
sínum að nýju skotmarki, sem var að
sjálfsögðu „Þriðji heimurinn” þar
sem tveir þriðju jarðarbúa eru saman-
komnir.
Konunglegi breski læknaháskólinn
hefur þetta um sígarettureykingar
að segja: ,,Þær eru jafnmikill
skaðvaldur og drepsóttir eins og
taugaveiki, kólera og berklar voru hér
áður fyrr.” Bandaríska heil-
brigðisþjónustan lýsir þeim sem
„mannskæðasta skaðvaldi í
Ameríku sem hægt væri að komast
hjá.”. Af þessum sökum birtist eftir-
farandi viðvömn í breska lækna-
tímaritinu: ,,Ef þessi banvæni siður
verður gerður að útflutningsvöru til
yngri þjóða Afríku og Asíu fylgir því
ólýsanleg hætta. Það er siðferðileg
skylda vestrænna þjóða að koma í veg
fyrir að slíkt verði gert.’’
Bandaríkjastjórn neitar að axla
ábyrgðina. Þess í stað hefur hún á
virkan hátt stutt útflutning reykinga-
drepsóttarinnar til landa ,,þriðja
heimsins” með niðurgreiðslum.
Tvöfeldni ríkir í heil-
brigðismálum
Landbúnaðarráðuneytið banda-
ríska hefúr stutt tóbaksverðlagning-
una með næstum fimm billjón
dollara láni úr viðskiptalánasjóði
sínum (Commodity Credit
Corporation). Landbúnaðar-
ráðuneytið fær þessar billjónir að láni
frá fjármálaráðuneytinu. Þar til í
október 1974 hafði landbúnaðar-
ráðuneytið greitt fjármálaráðu-
neytinu 550 milljónir dollara í vexti
af tóbakslánunum, en fengið vaxta-
greiðslur frá tóbaksframleiðendunum
sem námu 17 milljónum dollara,
þannig að beint tap skattgreiðenda
nam 533 milljónum dollara. Þar að
auki var tap af lánunum sjálfum 55.2
milljónir dollara.
Landbúnaðarráðuneytið banda-
ríska greiðir tóbak einnig niður með
því að veita kostnaðarsama þjónustu,
svo sem uppskemeffirlit, markaðsfréttir
og rannsóknir. Árið 1978 kosmðu þessir
liðir og reksmr tóbakslánanna banda-
ríska skattgreiðendur 54
milljónir dollara. Bandaríska ríkis-
stjórnin hefur í gegnum viðskipta-
lánasjóðinn stutt tóbaksiðnaðinn með
kaupum á verðbréfum fyrir 750
milljónir dollara ,,Þetta gerir það að
verkum að ríkisstjórnin er orðin
virkur þátttakandi í því að viðhalda
sígarettuneyslu,” segir stefnu-
fræðingurinn Kenneth M. Friedman.
Með öðmm orðum, Bandaríkjamenn
em allir hluthafar í tóbaks-
iðnaðinum.
Fjárfesting bandarísku ríkis-
stjórnarinnar í reykingum hefur leitt
það af sér að tóbaksframleiðsla var
felld inn í lagagrein 480 sem samin
var með það fyrir augum að afla
bandarískri landbúnaðarframleiðslu
markaða erlendis eða að auka þá
markaði sem fyrir vom, með matar-
framleiðslu í þágu friðar að leiðar-
ljósi.