Úrval - 15.12.1980, Blaðsíða 95

Úrval - 15.12.1980, Blaðsíða 95
FJORÐI VITRINGURINN 93 leitar að, fínnst ekki í höll, í jarðneskri dýrð. Ljósið, sem heimurinn bíður eftir, er nýtt ljós, dýrðin sem sprettur af þolinmæði og sigri þjáninganna. Og konungsríkið er nýtt konungsríki, veldi fullkomins og ósigrandi kærleika. Ég veit ekki hvernig þetta á eftir að gerast, né heldur hvernig óstýrlátir konungar og menn munu fást til þess að viður- kenna Messxas. Þeim sem leita hans er réttast að leita meðal hinna fátæku og lágu, hinna sorgmæddu og kúguðu. Þannig sá ég fjórða vitringinn aftur og aftur þar sem hann ferðaðist um og leitaði meðal þeirra sem hann ímyndaði sér að fjölskyldan frá Betlehem kynni að hafa fundið hæli hjá. Hann fór í gegnum lönd þar sem hungursneyð þjakaði fólkið og hinir fátæku grátbáðu um brauð. Hann dvaldist í borgum þar sem drepsóttir geisuðu og hinir sjúku lágu bjargar- lausir. Hann heimsótti þá sem kúgaðir voru í drungalegum neðan- jarðardýflissum, ömurleika þræla- markaðanna og galeiðanna. Þó hann fyndi engan til að tilbiðja, fann hann marga á öllum þessum fjöl- mennu og þjáningarfullu stöðum til að veita hjálp sína. Hann fæddi hungraða, læknaði sjúka og hughreysti ánauðuga; og árin hans liðu hraðar en skytta vefarans sem þýtur yfír vefstólinn þar sem vefurinn ósýnilegi er fullgerður. Það var næstum eins og hann hefði gleymt leit sinni. En einu sinni sá ég hann eitt andartak þar sem hann stóð einn við sólarupprás og beið fyrir utan hlið á rómversku fangelsi. Hann hafði tekið perluna af leyndum stað við brjóst sér, síðasta eðalsteininn. Þegar hann leit á mildan gljáa hennar sindraði af henni marglitt ljós sem blikaði á víxl með bláum og rauðum blæ. Það var eins og hún hefði dregið í sig nokkuð af litum safírsins og rúbínsins. Þannig dregur hinn innsti og leyndi tilgangur göfugs lífs til sín minningarnar um liðna sorg og gleði — sem fyrir hljóðlátt kraftaverk verður hinn raunverulegi kjarni. Þannig verður það skýrara og dýrmætara því lengur sem það er borið við hlýju hjartans. Og svo að lokum, meðan ég var að hugsa um perluna og þýðingu hennar, heyrði ég niðurlag sögunnar um fjórða vitringinn. Perlan dýra Þrjátíu og þrjú ár voru nú liðin af ævi Artabans og hár hans, sem eitt sinn var dekkra en klettamir í Zagros, var nú orðið hvítt eins og vetrarsnjór. Augu hans, sem eitt sinn höfðu gneistað eins og logandi eldur, voru nú eins og glæður í ösku. Hann var orðinn gamall og þreyttur og reiðu- búinn að deyja, en ennþá var hann pílagrímur í leit að kónginum, hann var nú kominn til Jerúsalem í síðasta sinn. Hann hafði oft áður heimsótt borgina heilögu og leitað í öllum götum hennar, þröngum hreysunum og fangelsunum, en án
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.