Úrval - 15.12.1980, Qupperneq 35

Úrval - 15.12.1980, Qupperneq 35
33 cÚí~ Ijeimi lækna vísirfdanqa VERKJALYF SEM EKKI ER VANA- BINDANDI Nýtt verkjalyf — sem sagt er vera jafnáhrifaríkt og morfín en ekki vana- bindandi — kann að koma á markað- inn innan skamms. Tvö hundruð læknar hafa prófað lyflð á þrjú þúsund og tvö hundruð sjúklingum og lýst velþóknun sinni á því. Þetta lyf, zomepirac sodium, er af mörgum talið lílðegt til að valda byltingu í þróun framleiðslu verkjalyfja. „Allt fram undir þetta hefur ekkert verkjalyf, þeirra sem tekin eru inn með venjulegum hætti gegnum munninn, staðist tveim aspiríntöflum snúning,” segir William T. Beaver. prófessor I lyfjafræði og svæfingar- lækningum við Georgetown háskóla í Washington. En zomepirac er „greinilega miklu betra en venju- legur aspirínskammtur og stendur sig vel meira að segja í samanburði við öflug sprautulyf. ’ ’ í tveimur viðamiklum tilraunum dró zomepirac verulega miklu betur úr verkjum eftir uppskurði heldur en kódein. I tveimur öðrum rann- sóknum þótti zomepirac gefa fullt eins góða raun og morfín til að lina þjáningar eftir uppskurði og hjá langt leiddum krabbameinssjúklingum. Fimmta rannsóknin leiddi í ljós, að zomepirac er ekki vanabindandi. Einn þeirra, sem að fyrrgreindum rannsóknum stóðu, tók meira að segja svo djúpt í árinni að segja: „Við höfum aldrei fyrr séð neitt þessu Iíkt.” Medical World News GERVIBLÖÐ: Sexríu og fimm ára sjúklingi á læknamiðstöðinni í Fúkúsjíma í Japan tók að blæða mjög mikið eftir að blöðruhálskirtillinn hafði verið fjarlægður við krabbameinsuppskurð. í ljós kom, að ekki var tiltækt nóg af blóði handa honum, þar sem hann var af hinum sjaldgæfa O-neikvæða blóðflokki. Skurðlæknirinn Kenji Honda greip þá til þess örþrifaráðs að gefa sjúklingnum einn Iftra af nýlagaðri súrefnisbættri perflúor-kolvetnisupp- lausn. Fluosol-DA. Upplausnin flutti súrefni um líkama sjúklingsins þar til tókst að útvega meira af blóði í hans blóðflokki. Síðan hafa læknarnir í Fúkúsjíma og víðar í Japan notað „gerviblóð” af þessu tagi á rúmlega hálft hundrað sjúklinga, sem voru hætt koginir vegna mikilla blæðinga. Allir þessir sjúklingar náðu sér og eru fyrsti hópurinn sem á gerviblóði lífið að Iauna. — I nóvember síðastliðnum heimilaði Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna að nota gerviblóð þar t landi. Vísindamenn eru stöðugt í leit að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.