Úrval - 01.02.1982, Blaðsíða 89
NAFNLAUS FANGI — NÚMERSLAUS KLEFl
87
Hann lœtur losa hendur mínar.
,, Timerman, ’ ’ segir hann, ,,líf þitt er
undir því komið hvernig þú svarar
spurningum mínum. ”
,,An nokkurra réttarhalda,
kðlonel? ’'
,,Líf þitt er undir svörunum
komið. ”
,,Hver mælti svo fyrir að ég skyldi
handtekinn? ’ ’
,,Þú ert fangi Fyrstu virku
herdeildarinnar. ”
HERFORINGJASTJÖRNIN UND-
IR FORSÆTI Jorge Rafael Videla,
hershöfðingja og miðstefnumanns,
staðhæfði að byltingunni væri ekki
stefnt gegn einstaklingum eða
hópum. Engu að síður leitaðist
Videlastjórnin við að uppræta þjóð-
félagsleg viðhorf sem hún taldi ótæk.
Samkvæmt því setti hún stranga
ritskoðun á kvikmyndir, leikhúsverk
og ritverk, breytti námsskrám háskóla
og lagði þar niður félagsfræði, heim-
speki og sálarfræði sem aðalgreinar,
bannaði hagnýtingu freudískrar
tækni á geðsjúkrahúsum landsins og
gerði kaþólska menntun að skyldu í
öllum miðskólum.
Samtímis leitaðist stjórnin við að
uppræta líkamlega alla þá sem þátt
áttu í þeim viðhorfum sem hún vildi
breyta. Þúsundir manna hurfu, þeir
sem ekkert samband höfðu við
stuðningssveitirnar sem (samkvæmt
framburði hersins) mynduðu hluta af
þeim heimi sem stjórninni fannst
óþolandi og óskiljanlegur og jafngiltu
þar með óvinum.
Herforingjar skipulögðu per-
sónuleg stjórnunarsvæði þar sem
hver varð stríðsherra á því svæði sem